Atvinna - Verkefnsstjóri á skrifstofu Hörgársveitar

Verkefnastjóri upplýsinga-, menningar- og atvinnumála

Sveitarfélagið Hörgársveit óskar eftir að ráða til afleysingar í 9 mánuði metnaðarfullan verkefnastjóra til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði upplýsinga, menningar og atvinnumála. Verkefnastjóri samræmir og hefur umsjón með verkefnum á sviði upplýsinga-, menningar- og atvinnumála á vegum Hörgársveitar og annast þannig daglega starfsemi í samræmi við lög og reglugerðir, sett markmið og samþykktir sveitarstjórnar, fjárhagsáætlun og starfsáætlun á hverjum tíma. Markmiðið er að auka upplýsingaflæði til íbúa og efla starfsemi sveitarfélagsins og koma Hörgársveit á framfæri gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og ferðamönnum.

Um er að ræða 50-80% starf með sveigjanlegum vinnutíma og þarf einstaklingurinn að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins auk samfélagsmiðla.
  • Umsjón með markaðs- og kynningarmálum íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk.
  • Viðburðastjórnun, undirbúningur og framkvæmd viðburða.
  • Skipulagning verkferla
  • Framfylgja samþykktum nefnda og sveitarstjórnar.
  • Tengiliður sveitarfélagsins við atvinnulífið, menningarfélög, félagasamtök og aðila sem standa fyrir viðburðum í sveitarfélaginu.
  • Umsjón með gerð styrkumsókna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfinskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð þekking á samfélagsmiðlum.
  • Reynsla af hönnun auglýsinga.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
  • Framúrskarandi hæfi í samskiptum og rík þjónustulund.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2024, nánari upplýsingar um starfið veitir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í netfangið snorri@horgarsveit.is eða síma 860-5474. Umsóknir skal senda á snorri@horgarsveit.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.