Afgreiðslu ársreikninga er lokið

Afgreiðslu ársreikninga Hörgárbyggðar fyrir árið 2007 er lokið. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var mjög góð á árinu. Afgangur frá rekstri var 66,5 millj. kr. sem er 26% af skatttekjum. Hluti fjárhæðarinnar er söluhagnaður eigna, en sé hann dregin frá er samt sem áður um verulegan afgang að ræða.

Heildarfjárfesting á árinu var 56,8 millj. kr. Hún skiptist í meginatriðum í þrennt: stækkun leikskólans Álfasteins, gatnagerð á Lækjarvöllum og endurbætur á aðalsal Hlíðarbæjar.

Efnahagur sveitarfélagsins er traustur, um áramótin var hrein eign þess 321 millj. kr. og veltufjárhlutfall 4,17.