Reglur um opna fundi nefnda

Reglur um opna fundi nefnda

 

 

1. gr.

 

Fundir nefnda skulu almennt haldnir fyrir luktum dyrum sbr. 31. gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar dags. 1. júlí 2013. Nefnd er heimilt að opna fundi sína komi fram ósk um slíkt svo fremi sem lög eða eðli máls hamli því ekki.

 

 

2. gr.

 

Ákvörðun um opinn fund skal tekin á fyrri fundi nefndarinnar og fá þar samþykki allra fundarmanna.

 

 

3. gr.

 

Á dagskrá opins nefndarfundar verða einungis til umfjöllunar málefni sem varða umtalsverða og/eða almenna hagsmuni íbúa sveitarfélagsins og geta ekki varðað mál sem undanþegin kunna að vera upplýsingarétti almennings.

 

 

4. gr.

 

Opinn nefndarfund skal auglýsa með dreifibréfi til allra heimila í sveitarfélaginu og með auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

 

Samþykkt í sveitarstjórn 21. ágúst 2013