Vinnuskóli 2024

Til forráðamanna barna á vinnuskólaaldri

Vinnuskólinn í sumar mun starfa frá 10. júní - 2. ágúst. Hann er fyrir börn sem eru nú í 8., 9. og 10. bekk og með lögheimili í Hörgársveit.

8. - 9. bekkur hefur kost á að vinna í 6 vikur í sumar á tímabilinu:
10. júní - 28. júní og 15. júlí - 2. ágúst, alla virka daga kl. 8:00-12:00.

10. bekkur hefur kost á að vinna í 8 vikur í sumar á tímabilinu:
10. júní - 2. ágúst, alla virka daga kl. 8:00-12:00.

Þeir sem óska eftir að sækja vinnuskólann í sumar þurfa að fylla út eyðublaðið hér að neðan í síðasta lagi mánudaginn 29. apríl 2024. Óskað er eftir að fram komi í umsókninni ef fyrir liggur að viðkomandi muni ekki sækja vinnuskólann á ákveðnu tímabili.

Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Hörgársveitar á skrifstofutíma í síma 460 1750 og hjá Jóni Þór Brynjarsyni í síma 860 6846 eða í gegnum tölvupóst á jonni@horgarsveit.is. Skrifstofan er að jafnaði opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 - 12 og 13 - 15.

Upplýsingar um umsæjenda

Bankaupplýsingar

Ofnæmi/sjúkdómar

Upplýsingar um forráðamenn