Kjötsúpa og harmonikka

20. okt
kl. 18:00

Félagsstarf íbúa 60+ í Hörgársveit 

Fimmtudaginn 20. október klukkan 18:00 verður kjötsúpa í boði hússins og harmonikkuspil í matsalnum í Þelamerkurskóla. 

 

Tæknilæsi 60+

Sif Jóhannesdóttir frá Símey kemur og kynnir tæknilæsisnámskeið sem verður haldið í Hörgársveit dagana 16. - 25. nóvember 2022.

SÍMEY hóf kennslu í tæknilæsi fyrir 60 ára og eldri í byrjun maí. Námskeiðin, sem eru kostuð af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu og liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis fyrir fólk 60 ára og eldri um allt land.

SÍMEY vinnur verkefnið í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga sem er. Þátttakendur fá kennslu á snjalltæki (síma og spjaldtölvu) og er m.a. farið yfir rafræn skilríki og notkun þeirra, rafræn samskipti, notkun heimabanka og farið yfir hvernig verslað er á netverslun.

Hvert námskeið er átta klukkustundir í staðnámi og er kennt í 4 skipti.