Ungmennaráð fundur nr. 3

04.09.2023 16:30

Mánudaginn 4. september 2023 kl. 16:30 kom Ungmennaráð Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu Hörgársveitar.

Fundarmenn voru, Ævar Ottó Arnarsson, Jónatan Smári Guðmundsson, Juliane Liv Sörensen, Lilja Lind Torfadóttir, Arnsteinn Ýmir Hjaltason.
Kolbrún Lind Malmquist starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð.

1. Nýr starfsmaður ungmennaráðs Hörgársveitar

Kolbrún Lind Malmquist er nýr starfsmaður.

2. Ungmennaþing SSNE 2023

Drög að dagskrá kynnt.

3. Fulltrúi ungmennaráðs á fund með starfsmönnum SSNE til undirbúnings fyrir ungmennaþingið

Ævar Ottó fer fyrir hönd nefndarinnar á fundinn.

4. Verkefni ungmennaráðs

Ungmennaráð óskar eftir því að sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins vísi fleiri erindum til sín þegar við á.

5. Umræður um Félagsmiðstöðina Kelikompuna

Ungmennaráð er ánægt með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

6. Verðskrá sundlaugarinnar á Þelamörk

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn að verðskrá sundlaugarinnar verði endurskoðuð með það til hliðsjónar að börn eru börn til 18 ára aldurs.

7. Frístundastyrkur

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn að frístundastyrkur verði veittur börnum til 18 ára aldurs.

Vinnutími í vinnuskólanum

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn að vinnutími vinnuskólans verði endurskoðaður þar sem óskað hefur verið eftir því að lengja hann.

 

Fundi slitið klukkan 17:25