Sveitarstjórn, fundur nr 98

21.01.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

98. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 21. janúar 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. N4, hugmyndir að samstarfi

Fulltrúar N4, Karl Eskil Pálsson og Stefán Friðrik Friðriksson mættu á fundinn og kynntu hugmyndir að samstarfi fyrirtækisins og Hörgársveitar í kynningar- og markaðsmálum.

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við N4.

2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 113. fundi

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 229. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins frá 27.11. og 11.12.2018

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 19.12.2018

Fundargerðin lögð fram ásamt yfirliti frá skólastjóra um rekstur skólans.

6. Björg, umsögn vegna landskipta

Lögð fram umsókn eigenda og afstöðumynd sem sýnir hnitsetta afmörkun á landspildu, 63,7 ha að stærð, sem fyrirhugað er að taka undan jörðinni Björg í Hörgársveit, lnr. 152299.  Landsspildan fái heitið Björg 5.  Óskað er eftir umsögn um landskiptin, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þau landskipti að Björgum, sem lýst er í framlögðum gögnum, enda verði tryggt að öll leyfi, réttindi og skyldur er varðar malarnám að Björgum verði flutt á hið nýja landnúmer (Björg 5) og verði á ábyrgð eiganda þess.

7. Hraukbæjarkot land, kaup á landspildu

Lagt fram afsal vegna kaupa Hörgársveitar á landspildunni Hraukbæjarkot land lnr. 193938, 1,5 ha að stærð.

Sveitarstjórn samþykkti kaupin.

8. Leikskólinn Álfasteinn, framkvæmdir

Lögð fram gögn vegna framkvæmda og drög að samningum vegna þeirra. 

Sveitarstjórn samþykkti framlagða samninga við Opus ehf, G. Hjálmarsson hf. Og ÁK-smíði ehf vegna framkvæmdanna.

9. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um tækifærisleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna þorrablóts að Melum þann 26.1. 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að leyfið verði veitt.

10. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um tækifærisleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna þorrablóts í Íþróttamiðstöðinni Þelamörk þann 9. febrúar 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að leyfið verði veitt.

11. Erindi frá Umhverfisstofnun varðandi tilnefningu í umsjónarnefnd fyrir fólkvanginn Hraun í Öxnadal.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Ásrúnu Árnadóttur sem fulltrúa Hörgársveitar.

12. Erindi frá Umhverfisstofnun varðandi tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Ásrúnu Árnadóttur sem fulltrúa Hörgársveitar.

13. Lækjarvellir 18, umsókn um lóð

Lögð fram umsókn um lóðina Lækjarvelli 18.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Vökvaþjónustu Kópaskers ehf kt. 451297-2609 leigulóðinni Lækjarvellir 18, Hörgársveit.

14. Fundaáætlun sveitarstjórnar 2019

Fundaáætlunin lögð fram.

15. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 315. og 316. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

16. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:00