Sveitarstjórn, fundur nr 95

24.10.2018 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

95. fundur 

Fundargerð

Miðvikudaginn 24. október 2018 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, María Albína Tryggvadóttir, Jón Þór Benediktsson, Jónas Þór Jónasson og Vignir Sigurðsson (vm).

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist: 

1. Markaðsstofa Norðurlands

Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H Reynisson frá Markaðstofu Norðurlands mættu á fundinn og kynntu starfsemina á vegum hennar.  Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi Hörgársveitar og Markaðsstofunnar.

Sveitarstjórn samþykkti að framlengja samninginn til þriggja ára, gjaldið er kr. 500 á íbúa hvert ár.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 22. október 2018

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum. Þrjú atriði þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið, byggingareitur fyrir borholuhús Arnarholti

Sveitarstjórn samþykkti að heimila byggingarreit fyrir borholuhúsi mhl. 04 á lóðinni nr. L195514 Arnarholti sbr. meðfylgjandi afstöðumynd, en í framhaldinu er farið fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

b) Í 3.lið,lóðir Reynihlíð

Sveitarstjórn samþykkti í samræmi við gr. 3.4 í reglum um lóðaúthlutanir að ganga til samninga við eftirtalda aðila um uppbyggingu á lóðum í 1. áfanga Reynihlíðar:

a)    Bögg ehf. vegna parhúslóða við Reynihlíð 2,4,6,8,10 og 12

b)    ÁK smíði ehf vegna fjölbýlishúsalóða við Reynihlíð 9,11 og 13.

c)    Byggingarfélagið Mími og Helga Snorrason vegna raðhúsalóða við Reynihlíð 14,16 og 18.

c) Í 4.lið, erindi frá íbúum Birkihlíð 3

Sveitarstjórn samþykkti að fá álit hönnuðar hverfisins á málinu.

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 7. september 2018Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 309., 310. og 311. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 226. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Erindi frá stjórn Eyþings

Erindið lagt fram, en þar er óskað eftir aukaframlagi vegna ráðningar framkvæmdastjóra til afleysingar í veikindaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkti framlagið sem er samtals að upphæð kr. 177.133,- sem kemur í hlut Hörgársveitar.

 7. Aflið, styrkumsókn

Styrkumsókn ásamt ársskýrslu 2017 lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019.

8. Málefni heimavistar

Fram fóru umræður um framtíðarnýtingu húsnæðis heimavistar.  Lagt fram erindi frá Eyþóri Jósepssyni varðandi málið.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði farið í viðræður um aðra starfsemi í heimavistarálmu en skóla- og/eða félagstengt starf að svo stöddu og hafnar því erindinu.

9. Verksamningur um losun rotþróa

Lagður fram verksamningur við Verkval ehf. um losun rotþróa 2018-2021.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

10. Verksamningur um gatnagerð 1. áfanga Reynihlíð

Lagður fram verksamningur við G. Hjálmarsson hf. um gatnagerði 1. áfanga Reynihlíð, Lónsbakka.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

11. Verksamningur um eftirlit með gatnagerðarframkvæmdum 1. áfanga Reynihlíð

Lagður fram verksamningur við Mannvit hf. um eftirlit og innmælingar vegna gatnagerðarframkvæmda 1. áfanga Reynihlíð, Lónsbakka.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

12. Fjárhagsáætlun 2019-2022, fyrri umræða

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2019 og yfirlit rekstraráætlana fyrir árin 2019-2022.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun áranna 2019-2022 til síðari umræðu.

13. Umsókn til heimildar um stofnun lóðar

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að stofna 2.985 fm. lóð úr landi Ö Eyrarvík lnr. 187945.  Uppdráttur fylgir.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti heimild til stofnunar 2.985 fm. lóðar úr landi Ö Eyrarvík lnr. 187945, en tekur ekki afstöðu til landamerkja sem fram koma á meðfylgjandi uppdrætti. Við stofnun lóðarinnar þarf samhliða að þinglýsa kvöð um aðkomu og lagnaleiðir fyrir hina nýstofnuðu lóð.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:35