Sveitarstjórn, fundur nr 94

25.09.2018 18:00

Þriðjudaginn 25. september 2018 kl.18:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir, Jón Þór Benediktsson og Jónas Þór Jónasson. 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Persónuverndarfulltrúi

Þorgeir Finnsson persónuverndarfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir þær breytingar sem verða með nýjum persónuverndarlögum og kynnt starf sitt.

2. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 29.8.2018

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 3.9.2018

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 14.8.2018

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð aðalfundar SBE frá 5.9.2018

Fundargerðin lögð fram ásamt skýrslu og ársreikningi 2017.

6. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 28.8.2018

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 12.9.2018

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 21.8.2018

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 11.9.2018

Fundargerðin lögð fram.

10. Almenningsbókasafn

Erindi var sent  stjórn Akureyrarstofu í framhaldi af samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar til að kanna með samning við Akureyrarbæ varðandi hagkvæmari möguleika á aðgengi íbúa Hörgársveitar að Amtsbókasafninu. Lagt fram svarbréf við erindinu frá Akureyrarbæ þar sem fram kemur að stjórn Akureyrarstofu geti ekki orðið við erindinu.

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna áfram að því að auðvelda íbúum Hörgársveitar aðgengi að almenningsbókasafni.

11. Umsókn frá Norðurorku um stofnun lóðar að Laugalandi

Lögð fram umsókn frá Norðurorku ásamt hnitsettum uppdráttum þar sem óskað er heimildar til að stofna 1.561 fm lóð við íbúðarhús og bílskúr að Laugalandi.

Sveitarstjórn samþykkti að heimila fyrir sitt leyti stofnun 1.561 fm. lóðar að Laugalandi Hörgársveit samkvæmt hnitsettum uppdrætti. 

12. Erindi vegna vegar að Möðruvöllum

Lagt fram erindi frá Guðmundi H Gunnarssyni varðandi viðhald og nýtingu vegar frá Hörgárdalsvegi að Möðruvöllum.

Sveitarstjórn samþykkti hafna aðkomu að málinu enda vegurinn ekki á skipulagi og ekki á ábyrgð sveitarfélagsins heldur landeiganda.

13. Verðkönnun vegna losun rotþróa

Í framhaldi af uppsögn á fyrri verktakasamningi um losun rotþróa var gerð verðkönnun meðal þriggja fyrirtækja um losun rotþróa.

Lögð var fram niðurstaða í verðkönnuninni og drög að samningi við Verkval ehf. sem samkvæmt mati var með hagstæðustu verðin.

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Verkval ehf.

14. Útboð í gatnagerð í 1. áfanga í Reynihlíð, Lónsbakka

Lögð fram niðurstaða útboðs í gatnagerð við Reynihlíð 1. áfanga, en útboðið var gert í samvinnu sveitarfélagsins og veitufyrirtækja.  Tvö tilboð bárust.

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda, G.Hjálmarsson hf.

15. Fundur með stjórn Landsnets

Umræður voru um fund sem sveitarstjórn og fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd áttu með stjórn og starfsmönnum Landsnets 13.9. s.l.

16. Umsókn um skráningu lögbýlis, Þrastarhóli 1

Lagt fram erindi frá eigendum að Þrastarhóli 1 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi lögbýlisumsókn.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit fallist á lögbýlisskráningu að Þrastarhóli 1, landnúmer 1523511 fyrir sitt leyti.

Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.

17. Arnarholtsvegur 5

Erindi frá lóðarhafa er varðar breytingu á stöðu byggingarreits var tekið fyrir á 53. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem samþykkti að fresta afgreiðslu og fól skipulags-fulltrúa að ræða við umsækjanda. Fyrir fundinum liggur nýtt erindi, þar sem farið er fram á leyfi til að hliðra byggingarreit lóðarinnar um 4 til 5 metra til vesturs frá því sem tilgreint er á deiliskipulagi. Með hliðruninni vill lóðhafi forðast að hús hans standi fram af stalli sem er í landinu fremst í byggingarreitnum, en ætla má að grundunaraðstæður séu lakari neðan við stallinn auk þess sem undirstaða yrði umfangsmeiri með því móti en ella. Lóðhafi bendir á að þau hús sem fyrir eru risin á lóðum nr. 1 og 3 séu mis langt frá götunni og því myndi hliðrun byggingarreitar ekki raska reglubundinni götumynd hvað það áhrærir. Lóðarhafi myndi snúa mænisstefnu hússins samsíða húsum sem þegar eru risin til að gæta samræmis að því leyti. Fulltrúar sveitarfélagsins hittu lóðarhafa á vettvangi og liggja tvær yfirlitsmyndir úr vettvangsferðinni fyrir fundinum, þar sem búið er að merkja núverandi byggingarreit og tillögu að hliðruðum byggingarreit.

Sveitarstjórn samþykkti með hliðsjón af ofangreindum málavöxtum og með vísan í gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um frávik frá deiliskipulagi að heimila frávik frá deiliskipulagi að Arnarholtsvegi 5 þannig að norð-vestur horn húss standi 4 m en suð-vestur horn húss 5 metra vestur fyrir núverandi byggingarreit, enda sýnt að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 20:50