Sveitarstjórn, fundur nr. 89

15.03.2018 15:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 89. fundur

 Fundargerð

 

Fimmtudaginn 15. mars 2018 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. febrúar 2018

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og er hún í 9 liðum og eru 7 atriði sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a)    Í lið 2, Deiliskipulag Hjalteyrar

Sveitarstjórn samþykkti tillögu að deiliskipulagi Hjalteyrar í samræmi við svör og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust og svo breytta sem fram kemur í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar og er skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.

b)    Í lið 4, Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi vegna Glæsibæjar

Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi:

a) Ekki verði gefin heimild til skipulagningar fleiri lóða en sótt var um og samþykkt sveitarstjórnar frá 14. desember 2017 byggir á, en þar er talað um 20-30 lóðir. 

b) Þá skal áréttuð samþykkt sveitarstjórnar frá sama fundi þar sem segir:  „Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði heimiluð efnistaka á jörðinni nema til einkanota.“  Sveitarstjórn áréttar að þar er átt við til einkanota í landi Glæsibæjar.

Skipulagslýsingunni hefur verið breytt til samræmis við ofangreint.

Sveitarstjórn samþykkti lýsinguna svo breytta og er skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að kynna hana fyrir Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.

c)    Í lið 5, Breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna.

d)  Í lið 6, Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna en áskilur sér rétt til að setja fram athugasemdir á auglýsingatíma hennar.

e)  Í lið 7, Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við vinnslutillöguna.

f)   Í lið 8, Reglur um útfærslu ákvæða byggingarreglugerðar um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði

Sveitarstjórn samþykkti reglurnar og er sveitarstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

g)   Í lið 9, Erindi vegna leyfis fyrir aðstöðu til sölu á handverki á Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfið í samræmi við reglur um stöðuleyfi.

2.        Fundargerð stjórnar Eyþings frá 2. mars 2018

Fundargerðin lögð fram.

Varðandi lið 4.i. í fundargerðinni, tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku 179. mál, ályktar sveitarstjórn eftirfarandi:

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að taka undir mikilvægi þessi að ákvarðað verði skýrar hver á að meta þörf fyrir lengd jarðstrengskafla og hvar jarðstrengur hefur í för með sér mestan ávinning umfram loftlínu.

3.        Lánsjóður sveitarfélaga – aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

4.        Bréf frá Eignarhaldsfélagi BÍ v. styrktarsjóðs EBÍ 2018

Bréfið lagt fram til kynningar.

5.        Erindi frá Áka Jónssyni varðandi Hjalteyrarblues

Erindið lagt fram, en þar kemur fram áhugi bréfritara á að koma á blues hátíð á Hjalteyri í ár.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

6.        Samningur við Hjalteyri ehf.

Lagður fram verkefnasamningur við Hjalteyri ehf. fyrir árið 2018.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

7.        Samningur um hönnun og ráðgjöf vegna gatnagerðar Lónsbakka þéttbýli

Lögð fram drög að samningi við Verkís hf.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.        Stofnun þriggja frístundahúsalóða úr landi Óss lnr. 223281.

Lögð fram umsókn eigenda Óss lnr. 223281 þar sem óskað er eftir heimild til stofnunar þriggja frístundahúsalóða.  Uppdráttur fylgir með.

Sveitarstjórn samþykkti að heimila stofnun þriggja frístundahúsalóða úr landi Óss lnr. 223281 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

9.        Fjallskil

Umræður um fjallskilamál.

10.        Gásakaupstaður ses – aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Jóhanna María Oddsdóttir verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

11.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:07