Sveitarstjórn, fundur nr. 72

15.09.2016 15:00

 72. fundur 

 

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 15. september 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins á nýjum stað í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, María Albína Tryggvadóttir, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Eiríkur Stephensen skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi tónlistarkennslu í Hörgársveit.  Nemendum hefur fækkað í tónlistarnámi og eru þeir nú 14 eða 19% nemenda sem er með því minnsta sem verið hefur.

2.        Fundargerð fræðslunefndar frá 7. september 2016

Fundargerðin sem er í átta liðum lögð fram. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.        Fundargerð fjallskilanefndar frá 22. ágúst 2016

Fundargerðin sem er í fjórum liðum lögð fram. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir að farið verði yfir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna fjallskila.

4.        Fundargerðir Eyþings frá 31. maí, 27. júní, 20.júlí og 24. ágúst 2016

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.        Fundargerð heilbrigðisnefndar norðurlandsvæðis eystra frá 17. ágúst 2016

Fundargerðin lögð fram en þar er ein afgreiðsla er varðar Hörgársveit, varðandi starfsleyfi fyrir brennslu sláturúrgangs í áhættuflokki 1 og 2, allt að 20 tonnum á ári hjá B. Jensen ehf.  Jafnframt lagt fram bréf frá HNE er varðar þá afgreiðslu.

6.        Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélga þar sem kynnt er fjármálaráðstefna sveitarfélaga 22. og 23. september n.k.

7.        Heimavistarálma Þelamerkurskóla

Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir þau viðtöl sem þeir hafa átt frá síðasta fundi við þá aðila sem höfðu lýst áhuga sínum á að ræða við sveitarfélagið um breytta nýtingu á húsnæðinu.

8.        Lækjarvellir 3-5 umsókn um lóðir/breyting á deiliskipulagi

Lögð fram umsókn frá Kiðholti ehf um lóðirnar Lækjarvelli 3 og 5. 

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Kiðholti ehf kt. 430516-1590 lóðirnar nr. 3 og 5 við Lækjarvelli og er sveitarstjóra falið að gera samning við umsækjanda um lóðirnar og greiðslu gatnagerðargjalda.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 3 og 5 við Lækjarvelli en breytingin felst í því að sameina lóðirnar og breytingu á byggingarreit.

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkti sveitarstjórn breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum Lækjarvalla 1 og Þinghóls.

9.        Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Fyrir fundinum lá lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna lántöku sveitarfélagsins til framkvæmda ársins 2016.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem lágu fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna endurbætur á skólahúsnæði í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, kt. 210260-3829 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

10.        Umsókn um að fá að byggja reiðskemmu að Garðshorni Þelamörk

Lögð fram umsókn um að fá að byggja reiðskemmu að Garðshorni á Þelamörk.  Umsókninni fylgdi uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að heimila byggingu reiðskemmu í landi Garðshorns á Þelamörk samkvæmt framlögðum gögnum.

11.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, nýtt rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í Fornhaga 2.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að rekstrarleyfið verði veitt.

12.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:20