Sveitarstjórn, fundur nr. 41

12.12.2013 15:00

1. Flutningur skrifstofu

Rætt um flutning skrifstofu sveitarfélagsins í íbúð í B-álmu Þelamerkurskóla, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 19. júní 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta fyrirhuguðum flutningi skrifstofu sveitarfélagsins á meðan vinna við greiningu á húsnæðisþörf skólanna í sveitarfélaginu stendur yfir.

 

2. Fjárhagsáætlun 2013, viðauki 03/2013

Lögð fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sbr. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Auðkenni viðaukans er 03/2013.

Sveitartjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun 2013 nr. 03/2013, sem gerir ráð fyrir lækkun rekstrarkostnaðar samtals að fjárhæð 4.480 þús. kr. og hækkun kostnaðar við fjárfestingar um 22 millj. kr.

 

3. Álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2014

Lagt fram tölvubréf, dags. 26. nóvember 2013, frá innanríkisráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir væntanlegri breytingu á lögum um hámarksútsvar. Skv. því verður lögbundið hámark útsvars á árinu 2014 14,52%, ekki 14,48%. Fram kemur í tölvubréfinu að gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki samsvarandi.

Sveitarstjórn samþykkti að breyta áður gerðri samþykkt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2014, þannig að það verði 14,52%,með þeim fyrirvara að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.

 

4. Endurbætur á húsnæði Þelamerkurskóla

Lögð fram niðurstaða verðfyrirspurnar vegna gerðar útboðsgagna, þ.m.t. verkteikninga, kostnaðaráætlunar, fyrir 1. áfanga endurbóta á Þelamerkurskóla.

Sveitarstjórn samþykkti að samið verði við Verkfræðistofu Norðurlands um gerð útboðsgagna, þ.m.t. verkteikninga og kostnaðaráætlunar, fyrir 1. áfanga endurbóta á Þelamerkurskóla.

 

5. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2014-2017, síðari umræða

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs eignasjóðs og veitna, annars vegar fyrir árið 2014 og hins vegar fyrir árin 2015-2017, var tekin til síðari umræðu. Fyrir lá endurskoðuð tillaga með breytingum á þeirri tillögu sem var til fyrri umræðu, í samræmi við nýjar upplýsingar.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árin 2014-2017. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 393.659 þús. kr., að heildarrekstrarkostnaður A-hluta (nettó) verði 358.869 þús. kr. og að rekstrarhalli veitna verði 4.138 þús. kr, þannig að rekstrarafgangur verði 30.652 þús. kr., að veltufé frá rekstri verði 56.695 þús. kr., til framkvæmda og annarra eignabreytinga á árinu verði varið 77.857 þús. kr. og að lántaka verði að fjárhæð 70 millj. kr. Þá er áætlað að handbært fé í árslok verði 67.751 þús. kr.

Fjárhagsáætlun fyrir árin 2015-2017 gerir ráð fyrir að á árinu 2015 verði afgangur af rekstri samstæðunnar 8,5 millj. kr., á árinu 2016 7,5 millj. kr. og 3,0 millj. kr. á árinu 2017. Þá er gert ráð fyrir að fjárfestingar verði 70 millj. kr. á ári árin 2015 og 2016 og 50 millj. kr. á árinu 2017, og að lántökur verði 60 millj. kr. á ári árin 2015 og 2016 og 50 millj. kr. á árinu 2017.

 

6. Þelamerkurskóli, uppgjör á hlutdeild ríkissjóðs í íbúðum

Lagður fram kaupsamningur vegna uppgjörs á hlutdeild ríkisins í íbúðum í og við Þelamerkurskóla, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum.

Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að undirrita fyrirliggjandi kaupsamning og önnur skjöl vegna uppgjörs á hlutdeild ríkisins í íbúðum í og við Þelamerkurskóla, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum.

 

7. Laugaland, viðræður um kaup

Lagt fram bréf, dags. 4. desember 2013, frá Legati Jóns Sigurðssonar þar sem óskað er eftir viðræðum um hugsanleg kaup á hluta jarðarinnar Laugalands, sem Þelamerkurskóli stendur á.

Sveitarstjórn samþykkti að viðræður eigi sér stað um hugsanleg kaup á hluta jarðarinnar Laugalands.

 

8. Ós, sala á landspildum

Rætt um hugsanlega endurtekningu á söluferli þriggja landspildna á Ósi, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýst verði að nýju eftir tilboðum í spildur sem merktar eru A, B og C í landi Óss, í samræmi við umræður á fundinum.

 

9. Fagravík, leyfislaus gámur

Lagt fram bréf, dags. 28. nóvember 2013, frá Lögmannsstofu Akureyrar ehf., þar sem þess er krafist að leyfislaus gámur í Fögruvík, sbr. fundargerðir sveitarstjórnar 16. október og 20. nóvember 2013, verði fjarlægður nú þegar.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.

 

10. Athugandi ehf., umsögn um umsókn um leyfi fyrir skeldýrarækt

Lagt fram bréf, dags. 28. nóvember 2013, frá Matvælastofnun, þar sem leitað er umsagnar um umsókn Athuganda ehf. um leyfi til tilraunaræktunar á kræklingi í Eyjafirði, þ.m.t. fyrir utan Dagverðareyri og Skjaldarvík.

Sveitarstjórn samþykkti að af hálfu sveitarfélagsins verði ekki gerð athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um leyfi til tilraunaræktunar á kræklingi í Eyjafirði.

 

11. Flokkun Eyjafjörður ehf. og Molta ehf., aðalfundir

Gerð grein fyrir því að aðalfundir Flokkunar Eyjafjörður ehf. og Moltu ehf. verða 30. desember 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundum Flokkun Eyjafjarðar ehf. og Moltu ehf. 30. desember 2013.

 

12. Minjasafnið á Akureyri, aðalfundur

Lagt fram aðalfundarboð Minjasafnsins á Akureyri ses. Aðalfundurinn verður 19. desember 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Minjasafnsins á Akureyri 19. desember 2013.

 

13. Tækifæri hf., forkaupsréttur hlutabréfa

Lagt fram bréf, dags. 3. desember 2013, frá Tækifæri hf. þar sem gerð er grein fyrir forkaupsrétti sveitarfélagsins á fölum hlutum í félaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði nýttur forkaupsréttur sveitarfélagsins á þeim hlutum í Tækifæri hf., sem fyrir liggur að eru til sölu.

 

14. Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 28. nóvember 2013, frá Landgræðslu ríksins, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 25.000 til verkefnisins „Bændur græða landið“.

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2014 verði veittur styrkur að fjárhæð kr. 25.000 til verkefnisins „Bændur græða landið“.

 

15. Guðlaug J. Sigurðardóttir, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, ódags., frá Guðlaugu Jönu Sigurðardóttur, þar sem óskað er eftir styrk vegna náms í Danmörku.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði orðið við erindinu.

 

16. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:00.