Sveitarstjórn fundur nr. 162

22.02.2024 08:45

Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 kl. 08:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð kjörstjórnar frá 8.2.2024
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 66. fundi
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands frá 285. fundi
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar SSNE frá 60. fundi
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 942. fundi
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð Heilbrigðiseftirsnefndar Norðurlands eystra frá 234. fundi
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð hluthafafundar Norðurorku frá 7.2.2024
Fundargerðin lögð fram ásamt erindi frá stjórn Norðurorku.
Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

8. Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit
Lögð fram drög að samþykkt fyrir gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit.
Sveitarstjórn staðfesti samþykktina og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar.

9. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu er í samráðsgátt stjórnvalda og er heimilt að senda inn umsagnir til 22.2.2024. Lögð var fram tillaga að umsögn Hörgársveitar.
Sveitarstjórn samþykkti umsögnina og felur sveitarstjóra að senda hana í samráðsgátt stjórnvalda.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:25