Sveitarstjórn fundur nr. 159

10.01.2024 08:45

Miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 08:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:
1. Fundargerð fjallskilanefndar frá 08.01.2024
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 65. fundi
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 939. og 940. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram

4. Fundargerð HNE frá 233. fundi
Fundargerðin lögð fram ásamt skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.

5. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 13. fundi
Fundargerðin lögð fram.

6. Minjasafnið á Akureyri, þjónustusamningur
Lögð fram drög að þjónustusamningi til eins árs milli Minjasafnsins á Akureyri og Hörgársveitar.
Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Minjasafnið um þjónustusamning til eins árs.

7. SSNE, erindi v. VMA
Lögð fram drög að samningi milli Mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaganna við Eyjafjörð um fyrirhugaða viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hlutur Hörgársveitar í samningum er 1,173%
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

8. Landsnet, erindi vegna Bakkasels og Almennings
Lögð fram drög að yfirlýsingum og samningum vegna Blöndulínu 3 milli Landsnets og Hörgársveitar, sem landeiganda að Bakkaseli og Almenningi.
Sveitarstjórn samþykkti samningana.

9. Álfasteinn, breytingar á vinnustyttingu
Lögð fram tillaga um tilhögun við breytingu á styttingu vinnutíma í leikskólanum Álfasteini.
Sveitarstjórn samþykkti tillöguna.

10. Lánasjóður sveitarfélaga, lánasamningur
Í samræmi við fjárhagsáætlun 2024 voru lögð fram drög að lánasamningi uppá 90 milljónir sem koma til greiðslu í janúar 2024.
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 90.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við grunnskóla í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:50