Sveitarstjórn fundur nr. 158

21.12.2023 08:45

Fimmtudaginn 21. desember 2023 kl. 08:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir, Jónas Þór Jónasson og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir (vm).
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 56. 57. og 58. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.

2. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 144. fundi
Fundargerðin lögð fram.

3. Sýslumaðurinn Norðurlandi eystra, umsögn v. tækifærileyfis
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna þorrablóts á Melum í Hörgársveit þann 20.01.2024.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að leyfið verði veitt.

4. Kvennaathvarfið, styrkbeiðni
Erindið lagt fram en þar er óskað aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Kvennaathvarfs á Akureyri ásamt öðrum sveitarfélögum á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkti erindið og mun hlutur Hörgársveitar verða kr. 69.264,-

5. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar. Við þessa útsvarshækkun lækkar tekjuskattsálagning um samsvarandi prósentuhlutfall og mun ákvörðunin því ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur muni hækka.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkti sveitarstjórn Hörgársveitar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 09:15