Sveitarstjórn fundur nr. 156

23.11.2023 08:45

Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 08:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 14.11.2023
Fundargerðin lögð fram og er hún í 5 liðum og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 3, samningur við UMF Smárann
Lögð fram drög að samningi við Ungmennafélagið Smárann.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn eins og hann liggur fyrir.

b) Í lið 5, erindi frá Félagi eldri borgara í Hörgársveit
Lagt fram erindi frá nýstofnuðu Félagi eldri borgara í Hörgársveit þar sem óskað eftir stofnstyrk fyrir félagið að upphæð kr. 330.000,- og samstarfi við sveitarfélagið um nýtingu á húsnæði og aðkomu starfsmanns við rekstur félagsins.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með stofnun félagsins og óskar því góðs gengis og samþykkti erindið.

2. Fundargerð fræðslunefndar frá 15.11.2023
Fundargerðin lögð fram og er hún í 9 liðum og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, tilboð frá Ásgarði skólaráðgjöf um stuðning við gerð innra mats
Kynnt var tilboð sem Ásgarður skólaráðgjöf hefur gert um stuðning við innra mat hjá Álfasteini.
Sveitarstjórn samþykkti að gerður verði samningur við Ásgarð skólaráðgjöf.

b) Í lið3, beiðni starfsfólks Álfasteins um að farið verði í breytingar á vinnustyttingu
Lagðar fram til umræðu tillaga 1 og 2 um tilhögun við breytingu á styttingu vinnutíma í leikskólanum Álfasteini.
Sveitarstjórn samþykkti að unnið verði áfram með tillögu 1 og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.11.2023
Fundargerðin lögð fram og er hún í 8 liðum og þarfnast 5 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið1, Lónsbakki, deiliskipulag, (2301006)
Kynnt tillaga frá skipulagshöfundi, Árna Ólafssyni
Sveitarstjórn samþykkti að að unnin verði deiliskipulagstillaga í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er skipulagshöfundi aðalskipulags falið að vinna aðalskipulagstillögu sem samræmist fyrirhugaðri landnotkun.

b) Í lið 2, Hallfríðarstaðir - umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði (2311001)
Byggingarfulltrúa hefur borist umsókn frá eiganda Hallfríðarstaða (L152401) um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á jörðinni. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðan byggingarreit.
Sveitarstjórn áréttar að fjarlægð milli bygginga skuli vera í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar og kallar eftir því að staðsetning hússins verði samræmd við það. Sveitarstjórn samþykkti erindið svo breytt.
Sveitarstjórn telur einsýnt að erindið varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda sjálfs og því er fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulgslaga nr. 123/2010.

c) Í lið 4, Arnarnes – umsókn um stofnun lóðar (2311004)
Norðurorka sækir um skráningu lóðarinnar Arnarness 2 úr upprunalandinu Arnarnesi L152294. Umsókninni fylgir uppdráttur.
Sveitarstjórn samþykkti erindið.

d) Í lið 6, Hvammsvegur 5 Hjalteyri, umsókn um frístundahúslóð (2311006)
Bryndís Lind Bryngeirsdóttir óskar eftir að fá lóðinni að Hvammsvegi 5 á Hjalteyri úthlutað.
Sveitarstjórn samþykkti að Bryndísi Lind Bryngeirsdóttur kt. 141278-4799 verði úthlutuð frístundahúsalóðin Hvammsvegur 5 á Hjalteyri.

e) Í lið 7, Vegagerðin – hringtorg, umsókn v. prufuhola (2311007)
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna graftrar prufuhola við fyrirhugað hringtorg við Lónsbakkahverfi. Erindinu fylgir uppdráttur frá VBV dags. 15. maí 2023.
Sveitarstjórn bendir á að afla þurfi samþykkis landeiganda vegna þeirra hola sem liggja utan lands Hörgársveitar. Einnig er áréttað að hafa þurfi samráð við eigendur lagna sem um svæðið liggja. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrrnefndum fyrirvörum.

4. Fundargerðir afgreiðslufundarSBEfrá 62. og 63. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerðir stjórnar Norðurorku frá 292. fundi
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerðir stjórnarSamb. ísl. sveitarfélaga frá 936. og 937. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Barnaverndarþjónusta endurskoðun á samningi, fyrri umræða
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum samningi.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa samningnum til síðari umræðu.

8. Þjónustusvæði um málefni fatlaðra, samningur
Lögð fram til umræðu samningsdrög frá Akureyrarbæ. Jafnframt var lagt fram uppkast af breytingum á þeim samningi sem KPMG hefur gert. Lagt fram til kynningar.

9. Jafnréttisstofa, ábending til sveitarfélaga
Erindið lagt fram.

10. SSNE, erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
Erindið lagt fram til kynningar.

11. Lækjarvellir, samningar um úthlutun lóða
Lögð fram samningsdrög um úthlutun lóðanna Lækjarvellir 19 og 22.
Sveitarstjórn samþykkti samninga við Hnjúk ehf., kt. 430720-0310 um úthlutun lóðarinnar Lækjarvellir 19 og Soleil de Minuit ehf, kt. 480207-0410 um úthlutun lóðarinnar Lækjarvellir 22.

12. Viðauki 04/23
Lögð fram tillaga að viðauka 04 við fjárhagsáætlun 2023.
Sveitarstjórn samþykkti viðauka 04 við fjárhagsáætlun ársins 2023 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 58.565.000,- kr. og handbært fé í árslok verði 49.777.000,- kr.

13. Gjaldskrár, tillaga vegna ársins 2024
a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 verði óbreytt 14,74%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2024 og afsláttarreglur fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.
Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2024 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati.
Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu á Hjalteyri og á skipulögðum atvinnusvæðum verði 0,18% af fasteignamati og enn fremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 15.000,- á hverja íbúð og hvert frístundahús. Rotþróargjöld verði eftir stærðum rotþróa.
Fráveitugjald og vatnsgjald í þéttbýlinu við Lónsbakka verði samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Sorphirðugjald heimila verði kr. 68.800,- sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 21.500,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 140,- kr. fyrir hverja sauðkind, 750,- kr. fyrir hvern nautgrip, 540,- kr. fyrir hvert hross og 740,- kr. fyrir hvert svín.
Reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti verð breytt á þann hátt að þær geri ráð fyrir að tekjumörk afsláttar breytist í samræmi við breytingu á launavísitölu milli viðmiðunarára.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2024
Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2024 kosti hver klst. frá kl. 08:00-16:00 í vistun í Álfasteini 4.605- kr. á mánuði og hver klst. fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 kosti kr. 8.270,- . Fullt fæði í leikskóla kosti 10.150,- kr. á mánuði. Afsláttarreglur í leikskóla verði óbreyttar frá árinu 2023.
Mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 845,- kr. á dag. Aðrar gjaldskrár fyrir útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2024 sem eru um 4,9% milli áranna 2023 og 2024.
Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2024 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.200,- og kr. 300,- fyrir börn. Aðrar hækkanir á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði að jafnaði um 4,9% milli áranna 2023 og 2024.
Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2024 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á lýðheilsustyrk í formi árskorts í sund í Jónasarlaug án greiðslu.
Þá samþykkti sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna frá fimm ára aldursári til og með sautjánda aldursárs í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 50.000,- fyrir árið 2024.

14. Fjárhagsáætlun 2024
Umræður um tillögu að fjárhagsáætlun.

15. Lánasjóður sveitarfélaga,lánasamningur
Lögð fram drög að lánasamningi upp á 50 milljónir sem koma til greiðslu í desember 2023.
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:40