Sveitarstjórn fundur nr. 155

07.11.2023 08:45

Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 08:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til aukafundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Berghóll, forkaupsréttur
Fyrir liggur samþykkt kauptilboð, dags. 10. október 2023, frá Klettabjörgum ehf. í neðangreindar fasteignir í eigu Hekk ehf. sem eru innan þéttbýlisins að Lónsbakka:
Berghóll II, fasteignanúmer 223-2059, landeignanúmer 173119.
Berghóll II, fasteignanúmer 223-2057, landeignanúmer 173119.
Berghóll B, fasteignanúmer 221-6468, landeignanúmer 173118.
Þegar fyrir liggur samþykkt kauptilboð er kominn á bindandi samningur milli tilboðsgjafa og tilboðshafa. Hörgársveit á forkaupsrétt að eignunum, samkvæmt 1. mgr. 49. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og liggur því fyrir sveitarstjórn að taka afstöðu til forkaupsréttarins.
Afgreiðslu var frestað á sveitarstjórnarfundi þann 31. október 2023 eftir umræðu.
Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að nýta forkaupsréttinn og fá umráð yfir eignunum til þess að geta framkvæmt aðalskipulag Hörgársveitar 2012 til 2024 og deiliskipulagt svæðið í samræmi við aðalskipulag og þarfir sveitarfélagsins.
Kaupverð er kr. 50.000.000, sbr. kauptilboðið og skilmála þess.
Sveitarstjórn samþykkti að neyta forkaupsréttarins og að ganga inn í kaupin með þeim skilmálum sem fram koma í kauptilboðinu.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilkynna um neytingu forkaupsréttar og ganga frá kaupunum ásamt lögmanni sveitarfélagsins.
Kostnaði vegna kaupanna er vísað til viðauka 03/2023 og fjárhagsáætlunar 2024.

 

2. Viðauki fjárhagsáætlun 03/23
Lögð fram tillaga að viðauka 03 við fjárhagsáætlun 2023.
Sveitarstjórn samþykkti viðauka 03 við fjárhagsáætlun ársins 2023 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 61.967.000 kr. og handbært fé í árslok verði 27.179.000 kr.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 09:20