Sveitarstjórn fundur nr. 153

27.09.2023 08:45

Miðvikudaginn 27. september 2023 kl. 08:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 26.09.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 9 liðum og þarfnast 4 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Moldhaugar/Skútar, deiliskipulag ( 2009001)

Fyrir fundinum liggur afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags fyrir athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi dags. 11. ágúst 2023. Í bréfinu eru tilgreind atriði úr fyrra afgreiðslubréfi dags. 30. maí 2023 sem stofnunin telur ekki að brugðist hafi verið við á fullnægjandi hátt við afgreiðslu þess á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 8. júní 2023. Um er að ræða athugasemdir varðandi umsögn Minjastofnunar vegna deiliskipulagsins annarsvegar og um ákvæði varðandi vinnubúðir hinsvegar. Fyrir fundinum liggur einnig samþykki Minjastofnunar við gildistöku skipulagsins með fyrirvara um fornleifarannsóknir á tilteknum stöðum innan skipulagssvæðisins dags. 10. júlí 2023.

Sveitarstjórn telur að með ofangreindri umsögn Minjastofnunar sé komið til móts við athugasemd Skipulagsstofnunar þar að lútandi.

Sveitarstjórn áréttar að í greinargerð deiliskipulags að vinnubúðir á skipulagssvæðinu teljist vera starfsmannabúðir í skilningi reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. Sveitarstjórn telur að með þessum ráðstöfunum hafi verið brugðist á fullnægjandi hátt við athugasemdum sem fram koma í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn samþykkti svo breytt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.

b) Í lið 3, Hvammsvegur 1, umsókn um lóð (2309011)

Lögð fram umsókn um frístundalóðina Hvammsveg 1, Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að Sigurði Karlssyni kt. 270354-2979 verði úthlutuð frístundahúsalóðin nr. 1 við Hvammsveg á Hjalteyri.

c) Í lið 5, aðalskipulag, vinna við endurskoðun (2305001)

Lögð fram drög að skipulags- og matslýsingu í vinnslu.

Sveitarstjórn samþykkti að skipulags- og matslýsingin verði sett í kynningu.

d) Í lið 9, Þríhyrningur II – umsókn um stofnun lóðar (2308004)

Frekari umfjöllun um erindi frá eigendum Þríhyrnings II L.211947 þar sem óskað er eftir að stofna lóð undir íbúðarhús og að lóðin fái heitið Þríhyrningur III.

Sveitarstjórn samþykkti erindið enda verði kvöð þinglýst á Þríhyrning II L-211947 um lagnaleiðir, aðgengi að Þríhyrningi III og sameiginlega rotþró eignanna, jafnframt verði þinglýst kvöð um aðgengi uppá tún um lóðina um leið og hún er stofnuð.

2. Fundargerð fræðslunefndar frá 05.09.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 11 liðum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og ítrekar við Vegagerðina að umferðarhraði við Þelamerkurskóla verði lækkaður hið fyrsta.

a) Í lið 2, breytingar á reglum um meðferð umsóknar um leikskóladvöl

Lögð fram tillaga um breytingu á reglum Álfasteins um meðferð umsókna um leikskóladvöl.

Sveitarstjórn samþykkti að liður 5.d í reglunum hljóði svo:

Börn starfsfólks sveitarfélagsins, geta færst framar í forgangsröð sé það talið nauðsynlegt til að tryggja starfsemi stofnana þess.

3. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 11.09.2023

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð ungmennaráðs frá 04.09.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 8 liðum og þarfnast 4 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 4, verkefni ungmennaráðs

Ungmennaráð óskar eftir því að sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins vísi fleiri erindum til sín þegar við á.

Sveitarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur nefndir sveitarfélagsins til að verða við þeim óskum.

b) Í lið 6, verðskrá sundlaugarinnar á Þelamörk

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn að verðskrá sundlaugarinnar verði endurskoðuð með það til hliðsjónar að börn eru börn til 18 ára aldurs.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til umræðna um gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins í tengslum við fjárhagsáætlun 2024.

c) Í lið 7, frístundastyrkur

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn að frístundastyrkur verði veittur börnum til 18 ára aldurs.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til umræðna um gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins í tengslum við fjárhagsáætlun 2024.

d) Í lið 8, vinnutími í vinnuskólanum

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn að vinnutími vinnuskólans verði endurskoðaður þar sem óskað hefur verið eftir því að lengja hann.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

5. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 59. og 60. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerð stjórnar SSNE frá 54. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 288. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 932. og 933. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

9. Reglur vegna akstursþjónstu

Lögð fram drög að reglum og gjaldskrá vegna akstursþjónstu.

Umræða í framhaldi af síðasta fundi sveitarstjórnar og umfjöllunar félagsmála- og jafnréttisnefndar um málið en nefndin samþykkti að mæla með því við sveitarstjórn að reglurnar verði teknar upp frá 1. janúar 2024 og að tillaga að gjaldskrá verði í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Sveitarstjórn samþykkti reglurnar og vísaði gjaldskrá til umræðna um gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins í tengslum við fjárhagsáætlun 2024.

10. Samb. ísl. sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana

Lagt fram til kynningar.

11. Skógræktarfélag Íslands, erindi

Lagt fram bréf þar sem kynnt er ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.

12. Innviðaráðuneyti, erindi um mótun málstefnu

Lagt fram bréf þar sem sveitarfélög eru hvött til mótunar málstefnu.

13. SSNE, erindi vegna uppbyggingarsjóðs

Lagt fram bréf þar sem athygli er vakin á uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

14. Viðauki 02/23

Lögð fram tillaga að viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2023.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 02 við fjárhagsáætlun ársins 2023 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 61.967 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 47.179 þús.kr.

15. Samstarfssamningur um sölu lóða Hjalteyri

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Fasteignasölu Akureyrar um sölu á íbúða- og sumarhúsalóðum á Hjalteyri í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:50