Sveitarstjórn fundur nr. 152

24.08.2023 09:15

Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.08.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 11 liðum og þarfnast 9 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Eyrarvík land V – beiðni um breytt staðfang (2305007)

Lögð fram umsókn um nafnabreytingu á eigninni Eyrarvík V.

Sveitarstjórn samþykkti umbeðna nafnabreytingu á landnúmeri L-187948 úr Eyrarvík V í Sólvík.

b) Í lið 2, Hagaskógur 12 – beiðni um breytingu á deiliskipulagsskilmálum lóðar (2306002)

Erindi sem lagt var fram á síðast fundi lagt fram að nýju. Erindið var sent í grenndarkynningu en engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartímabili.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

c) Í lið 3, Blómsturvellir – umsókn um framkvæmdaleyfi til efnislosunar (2306007)

Lagt fram erindi frá Akeyrarbæ þar sem óskað eftir framkvæmdaleyfi til efnislosunar í landi Blómsturvalla. Erindinu fylgja uppdrættir.

Sveitarstjórn samþykkti að heimilt verði að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnislosun á 10.000 m3 að undangenginni grenndarkynningu samkvæmt 43. og 44. gr. skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli. Jafnframt verði fundað með Akureyrarbæ um möguleika á efnislosun á öðrum svæðum.

d) Í lið 4, Syðri-Brennihóll – umsókn um stofnun íbúðarhúsalóðar (2306008)

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir stofnun lóðar. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti stofnun lóðar að Syðri-Brennihóli L-152528 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt og fái nafnið Hall.

e) Í lið 5, endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra - umsagnarbeiðni (2306009)

Lagt fram yfirlit frá SSNE yfir upplýsingar um hvaða möguleikar eru til endurheimtar votlendis í landi sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra.

Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn um málið.

f) Í lið 6, Dalvíkurlína 2 – breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 – umsagnarbeiðni (2307001)

Lagt fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem óskað er umsagnar í breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Dalvíkurlínu 2.

Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn. Gætt verði að tengingu á sveitarfélagamörkum.

g) Í lið 8, Skriðuland 2 – beiðni um breytt staðfang (2308002)

Lögð fram umsókn um nafnabreytingu á eigninni Skriðuland 2 (lóð) F 235-6187 og L 223427 að breyta nafninu á landinu í Litlaland.

Sveitarstjórn samþykkti nafnabreytingu á landnúmeri L-223427 úr Skriðuland 2 (lóð) í Litlaland.

h) Í lið 10, Minnisvarði á Öxnadalsheiði (230311)

Lögð að nýju fram umsókn um að fá að staðsetja minnisvarða á Öxnadalsheiði. Jafnframt er lögð fram umsögn frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við uppsetningu minnisvarðans.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit geri ekki athugasemd við að settur verði upp minnisvarði á Öxnadalsheiði þar sem Sesseljubúð stóð áður ( hnit N65°28’5” W18°41’53”), enda liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar þar sem ekki er gerð athugasemd við uppsetningu minnisvarðans.

i) Í lið 11, Landsnet – erindi v. Blöndulína 3 (2308005)

Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 þannig að lega Blöndulínu 3 verði tekin til umfjöllunar, mörkuð um hana stefna í greinargerð skipulagsins í samræmi við aðalvalkost Landsnets og færð inn á skipulagsuppdrátt og einnig þær námur sem stefnt er að því að vinna efni úr. Erindinu fylgja upplýsingar um stöðu á viðræðum og samningum við þá landeigendur í Hörgársveit sem land eiga á línuleiðinni.

Sveitarstjórn samþykkti að boðaður verði sameiginlegur fundur með fulltrúum Landsnets og öllum landeigendum á línuleið þeirri sem Landsnet hefur sett fram.

2. Fundargerð fjallskilanefndar frá 01.08.2023

Fundargerðin lögð fram. Jafnframt var lagt bréf frá Bændasamtökum Íslands er varðar lausagöngu/ágang búfjár.

3. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 57. og 58. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð stjórnar SSNE frá 53. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð HNE frá 230. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 12.06.2023

Fundargerðin lögð fram ásamt ársreikningi TE 2022 og símenntunaráætlun TE 2023-2024.

7. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 287. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 929. - 931. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

9. Norðurorka, ábyrgð vegna lántöku

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem óskað er eftir að eigendur Norðurorku taki ábyrgð á láni sem Norðurorka hyggst taka til fjárfestinga hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.

Eignarhlutur Hörgársveitar í Norðurorku hf. er 0,80% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því nú að upphæð kr. 6.400.000,-.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Hörgársveit selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hörgársveit sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni kt. 210260-3829 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Skilyrði þessarar samþykktar er að allir eigendur Norðurorku veiti ábyrgðina með þessum hætti.

Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að innheimta hjá Norðurorku ábyrgðargjald í samræmi við ábyrgðargjaldagreiðslur Norðurorku til annarra eigenda. Ábyrgðargjaldið skal vera vegna ofangreinds láns sem og vegna annarra lána sem Hörgársveit er í ábyrgð fyrir miðað við stöðu þeirra í ágúst 2023.

10. SSNE, kynning á GEV

Lögð fram glærukynning á Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

11. ADHD samtökin, bréf

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir auknu samstarfi við Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti að halda áfram samstarfi við samtökin og vísar styrkbeiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

12. Drög að samningi um málefni fatlaðs fólks, fyrri umræða

Lögð eru fram drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk. Drögin eru frá Akureyrabæ sem leiðandi sveitarfélag.

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við samstarfssveitarfélögin og vísar málinu til síðari umræðu.

13. Reglur og gjaldskrá vegna akstursþjónustu

Lagðar fram til umfjöllunar, tillögur um reglur og gjaldskrá vegna akstursþjónustu í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunum til félagsmála- og jafnréttisnefndar til umfjöllunar.

14. Sýslumaðurinn Norðurlandi eystra, umsögn v. rekstarleyfis

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, að Hagatúni 6 í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa málinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr. skipulagslaga enda verði hámarksfjöldi gesta 10 manns . Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu er sveitarstjóra falið að senda inn jákvæða umsögn.

15. Sýslumaðurinn Norðurlandi eystra, umsögn v. rekstarleyfis

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Efri-Rauðalæk í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

16. Menningarstefna Hörgársveitar 2023-2033, síðari umræða

Umræður og afgreiðsla eftir fyrri umræðu sem fram fór á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkti menningarstefnu Hörgársveitar 2023-2033

17. Lónsá, kaup á lóðum

Lagt fram kauptilboð í 4 lóðir að Lónsá.

Sveitarstjórn samþykkti að kaupa lóðirnar, Lónsá S (L-232428), Lónsá I (L-173137), Lónsá A (236095) og Lónsá N (L232429) í samræmi við framlagt kauptilboð og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninga og afsöl vegna kaupanna.

Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.

18. Lánasjóður sveitarfélaga, lánasamningur

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2023 eru lögð fram drög að lánasamningi uppá 120 milljónir sem koma til greiðslu 25.8.2023.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 120.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmdum við leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

19. Lækjarvellir, gatnagerð og lóðaúthlutanir

Rætt var um fyrirhugaða gatnagerð að Lækjarvöllum og tilhögun lóðaúthlutunar.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa lóðirnar nr. 19,20,21 og 22 við Lækjarvelli lausar til úthlutunar þegar ljóst er hvenær þær geta orðið byggingarhæfar. Lóðunum verði úthlutað í samræmi við reglur Hörgársveitar um lóðaúthlutanir.

20. Viðauki fjárhagsáætlun 01/23

Lögð fram tillaga að viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2023.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 01 við fjárhagsáætlun ársins 2023 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 75.612 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 27.824 þús.kr.

21. Skógarkerfill, erindi frá Sigurði B. Gíslasyni

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í að vinna gegn útbreiðslu skógarkerfilins í sveitarfélaginu og felur sveitarstjóra og þjónustumiðstöð að afla upplýsinga um hvernig það er mögulegt.

Ásrún Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

22. Míla, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi frá Mílu ohf. sem óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimtaugar ljósleiðara í tækjahús við Ytri-Bægisá, Engimýri og á Öxnadalsheiði. Erindinu fylgir samþykki landeigenda Ytri-Bægisá 2, samþykki Vegagerðarinnar og skráningarskýrsla fornminja.

Sveitarstjórn samþykkti erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi, enda liggi samþykki eigenda Engimýri og Ytri-Bægisár 1 fyrir við útgáfu leyfisbréfsins.

Sveitarstjórn samþykkti ennfremur fyrirliggjandi samning við Mílu um lagningu ljósleiðara í landi Bakkasels sem er í eigu Hörgársveitar.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:20