Sveitarstjórn, fundur nr. 143

30.11.2022 09:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

143. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, samráðsfundur

Að ósk sýslumanns Svavars Pálssonar, kom hann til fundarins til samtals við sveitarstjórn.

2. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 26.10.2022

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.11.2022

Fundargerðin lögð fram og er hún í 10 liðum og þarfnast 7 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 3. Norðurorka, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitulögn frá Skjaldarvík að Lónsá

Lögð fram umsókn frá Norðurorku um framkvæmdaleyfi fyrir aðveituæð Hjalteyrarlagnar frá Skjaldarvík að Lónsá. Umsókninni fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti að þar sem lagnaleiðin sem kynnt er liggi samsíða núverandi lagnalínu sem er á aðalskipulagi sveitarfélagsins er ekki talin þörf á breytingu á aðalskipulaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfið. Í framkvæmdaleyfi komi fram að á lagnaleiðinni frá Lónsá að þverun þjóðvegar fyrir utan Dvergastein komi göngu- og hjólastígur samsíða lögninni.

b) Í lið 4, Glæsibær, tillaga að 3. áfanga

Lagt fram erindi frá landeiganda í Glæsibæ varðandi íbúðasvæði 3 í Hagabyggð.

Sveitarstjórn samþykkti að gerð verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er varðar íbúðasvæði 3 í Hagabyggð. Skipulagsfulltrúa falið að gera skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar íbúðasvæði 3 í Hagabyggð. Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag verði unnin samhliða. Þá verði frekari áform um uppbyggingu á svæðinu tekin fyrir í endurskoðun aðalskipulags.

c) Í lið 6, umsókn um efnistöku, svæði 4 í Hörgá

Lögð fram umsókn og fylgigögn frá eigendum á efnistökusvæði 4 í Hörgá.

Sótt er um töku á 110.000 m3 en í umhverfismati er gert ráð fyrir 65.000 m3 efnistöku á svæði 4. Rök umsækjanda fyrir auknu magni er vegna nauðsynlegra bakkavarna á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkti að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 65.000 m3 efnistöku. Framkvæmdaleyfið verði þó ekki gefið út fyrr en samþykki Fiskistofu fyrir efnistökunni liggur fyrir.

d) Í lið 7, Moldhaugar, umsókn um byggingarreit

Lögð fram umsókn frá eiganda Moldhauga með ósk um afmörkun byggingareits fyrir bílgeymslu. Umsókninni fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti afmörkun byggingareits í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.

e) Í lið 8, Umhverfisstofnun, tilnefning í vatnasvæðanefnd

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnum með ósk um tilnefningu í vatnasvæðanefnd.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Ásrúnu Árnadóttur sem fulltrúa Hörgársveitar í vatnasvæðanefnd og Bjarka Brynjólfsson til vara.

f) Í lið 9, SSNE, samstarf í úrgangsmálum

Lagt fram minnisblað frá SSNE um samstarf í úrgangsmálum ásamt drögum að sorphirðusamþykkt og drögum að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.

Sveitarstjórn samþykkti að samflot verði haft með öðrum sveitarfélögum á starfssvæði SSNE um breytingar í úrgangsmálum. Lagt er til að í endurskoðaðri sorphirðusamþykkt verði gert ráð fyrir að breyttri sorphirðun verði komið á í sveitarfélaginu um mitt næsta ár að undangengnu útboði. Gjaldskrá næsta árs taki mið af núverandi fyrirkomulagi.

g) Í lið 10, aðgengismál fyrir fatlaða

Umræða um aðgengismál fyrir fatlaða á svæði skóla og íþróttamiðstöðvar.

Sveitarstjórn samþykkti að heildarskoðun verði gerð á aðkomu og nýtingu á húsnæði sveitarfélagins á Þelamörk, m.a. með gerð deiliskipulags. Sérstaklega verði litið til breytinga er varðar aðkomu fyrir fatlaða og aldraða.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 226. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 41. 42. 43. og 44. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Kjarasamningar, samningsumboð

Lögð fram drög að samningsumboði til Sambands íslenskra sveitarfélaga og drög að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð vegna vinnsluheimilda launaupplýsinga.

Sveitarstjórn samþykkti samningsumboðið og felur sveitarstjóra að undirrita samning um sameiginlega ábyrgð eftir yfirferð persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins.

7. Samstarfssamningur HNE

Drög að samstarfssamningi lögð fram.

Sveitarstjórn Hörgársveitar telur tilefni til að einfalda framkvæmd 5.greinar samstarfssamnings HNE. Leggur sveitarfélagið til að greinin verði orðuð á þann veg að sveitarfélögin verði ekki lengur milliliður í innheimtu á eftirlitsgjöldum. Þess í stað sjái HNE sjálft um að innheimta eftirlitsgjöld beint af viðkomandi aðilum. Síðasta setning fimmtu greinar geti áfram staðið óbreytt. Þá leggur sveitarstjórn til breytingu á 2. gr. þannig að stjórn kjósi sér formann.
Sveitarstjórn gerir ekki aðrar athugasemdir við drög samstarfssamningsins en felur fulltrúum sveitarfélagsins á þingi SSNE 2.desember n.k. að koma þessu á framfæri.

8. Reglur velferðarsviðs Akureyrabæjar um stoðþjónustu

Drög að reglum lagðar fram.

Sveitarstjórn Hörgársveitar telur mikilvægt að þjónusturáð sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða verði virkjað og fái þessi drög að reglum til umfjöllunar. Þjónusturáðið á að vera ráðgefandi varðandi stefnumótun og áætlanir sem tengjast þjónustu við fatlaða, stefnumarkandi ákvarðanir, forgangsröðun og fjárhagsáætlanir varðandi þjónustuna á þjónustusvæðinu og því eðlilegt að það fjalli um reglur sem þessar.

9. Flugklasinn, ósk um áframhaldandi samning um stuðning

Framhald umræðu frá síðasta fundi.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að veita Flugklasanum áframhaldandi stuðning í eitt ár með því að greiða 300 kr. á íbúa fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn Hörgársveitar hvetur til þess að eldsneytisverð á flugvellinum á Akureyri og Keflavíkurflugvelli verði jafnað.

10. UMSE, viljayfirlýsing

Lögð fram viljayfirlýsing um samstarf UMSE, Umf. Smárans og Hörgársveitar.

Sveitarstjórn samþykkti viljayfirlýsinguna.

Viðauki 03/2022

Lögð fram tillaga að viðauka 03 við fjárhagsáætlun 2022.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 03 við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 46.286 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 23.575 þús.kr.

12. Gjaldskrár, tillaga vegna ársins 2023

a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 verði óbreytt 14,52%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2023 og afsláttarreglur fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2023 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati.

Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu á Hjalteyri og á skipulögðum atvinnusvæðum verði 0,18% af fasteignamati og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 14.295,- á hverja íbúð og hvert frístundahús. Rotþróargjöld verði eftir stærðum rotþróa.

Fráveitugjald og vatnsgjald í þéttbýlinu við Lónsbakka verði samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorphirðugjald heimila verði kr. 65.580,- sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 20.435,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 130,- kr. fyrir hverja sauðkind, 715,- kr. fyrir hvern nautgrip, 515,- kr. fyrir hvert hross og 705,- kr. fyrir hvert svín.

Reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti verð breytt á þann hátt að þær geri ráð fyrir að tekjumörk afsláttar breytist í samræmi við breytingu á launavísitölu milli viðmiðunarára.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2023

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2023 kosti hver klst. frá kl. 08:00-16:00 í vistun í Álfasteini 4.390- kr. á mánuði og hver klst. fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 kosti kr. 7.885,- . Fullt fæði í leikskóla kosti 9.670,- kr. á mánuði. Afsláttarreglum í leikskóla verði breytt frá árinu 2022 með þeim hætti að afsláttur fyrir systkini verði þannig að annað barn fái 50% afslátt og þriðja barn 100%.

Mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 805,- kr. á dag. Aðrar gjaldskrár fyrir útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2023 sem eru um 5,6% milli áranna 2022 og 2023.

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2023 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.100,- og kr. 300,- fyrir börn. Aðrar hækkanir á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði um 5,6% milli áranna 2022 og 2023. Þá samþykkti sveitarstjórn að á árinu 2023 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á árskorti í sund án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2022.

Sveitarstjórn samþykkti að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna 5 til 16 ára í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 48.000,- fyrir árið 2023.

13. Fjárhagsáætlun 2023

Umræður um fjárhagsáætlun 2023 og breytingu á forsendum. Lagt fram minnisblað frá Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 15.11.2022.

14. Samband Ísl. sveitarfélaga, spjallmenni sveitarfélaga

Lagt fram erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi sameiginlegt verkefni sveitarfélaga um spjallmenni í stafrænni umbreytingu.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit verði ekki með í verkefninu að svo stöddu.

15. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 13:10