Sveitarstjórn, fundur nr. 139

23.06.2022 09:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

139. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 23. júní 2022 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir

Sveitarstjórn kaus eftirtalda í nefndir á vegum sveitarfélagsins:

Fjallskilanefnd

aðalmenn:                                               varamenn: 

Arnar Ingi Tryggvason, formaður              Hákon Þór Tómasson

Jónas Þór Jónasson, varaformaður         Kolbrún Lind Malmquist

Agnar Þór Magnússon                             Halla Þorláksdóttir

Davið Jónsson                                         Björgvin Helgason

Egill Már Þórsson                                     Áslaug Ólöf Stefánsdóttir

Atvinnu- og menningarnefnd,

aðalmenn:                                               varamenn:

Jónas Þór Jónasson                                Sigurður Viðarsson

Koma þeir til viðbótar við þá fulltrúa sem kjörnir voru í atvinnu- og menningarnefnd á síðasta fundi.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.6.2022

Fundargerðin lögð fram og er hún í 14 liðum og þarfnast 9 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2,  Dalvíkurlína 2

Kynning á stöðu mála.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarfélagið hafi samvinnu við Landsnet og Vegagerðina um kynningu og viðræður við landeigendur.

b) Í lið 4, Reynihlíð 20-26, breyting á deiliskipulagi

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna 20-26 við Reynihlíð.

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari breyting á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis á þá leið að á lóðunum Reynihlíð 20, 22, 24 og 26 verði heimilt að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum, í stað þriggja íbúða raðhúsa á tveimur hæðum sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg með hliðsjón af viðmiðum í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingunni verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

c) Í lið 5, Skriða, malarnám

Lögð fram að nýju umsókn frá eigendum Skriðu þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar á þá leið að heimilt verði að taka allt að 150.000 rúmmetra af möl úr farvegi og áreyrum Syðri-Tunguár í landi Skriðu. Svæðið sem tilgreint er í erindinu skarast að nokkru leyti við efnistökusvæði E8 í Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, en á því svæði er gert ráð fyrir að taka alls 75.000 rúmmetra úr „malarkeilum og árfarvegum“ Ytri- og Syðri-Tunguá.

Sveitarstjórn samþykkti að erindinu verði hafnað, enda gerir erindið ráð fyrir að efni sé tekið á svæði sem ekki er skilgreint sem efnistökusvæði í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, og samræmist að því leyti ekki markmiðum aðalskipulagsins um að efnistökusvæðum verði ekki fjölgað.

Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að fundað verði með umsækjendum og farið yfir þá möguleika sem eru í stöðunni með tilliti til heimilda í gildandi aðalskipulagi og umhverfismati vegna efnistöku úr Hörgá.

d) Í lið 6, Glæsibær 4, umsókn um breytta skráningu húsnæðis

Lögð fram umsókn frá eigendum að Glæsibæ 4 þar sem óskað er eftir breytingu á skráningu húsnæðis á lóðinni Glæsibæ 4, þar sem eigandi vill breyta eldri útihúsum í íbúðarhús og verkstæði.

Sveitarstjórn samþykkti að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast athugasemdir á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

e) Í lið 7, fyrirspurn vegna stöðuleyfis utan lóðar við Reynihlíð

Lögð fram greinargerð frá skipulagshöfundi deiliskipulags Reynihlíðar.

Sveitarstjórn samþykkti að þar sem ekki er búinn endanlegur frágangur í og við lækinn er ekki hægt að verða við erindinu að svo stöddu.

f) Í lið 8, Lækjarvellir 9, umsókn um breytingu á byggingareit

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari breyting á deiliskipulagi Lækjarvalla á þá leið að byggingarreitur á lóðinni Lækjarvellir 9 verði stækkaður til suðurs og vesturs í samræmi við erindið.  Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg með hliðsjón af viðmiðum í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingunni verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

g) Í lið 9, njóla/illgresiseyðing

Fyrirspurn um hvort Hörgársveit hafi áform um að styðja við njóla og illgresiseyðingu í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að kannað verði með samvinnu sveitarfélagsins við íbúa til að sporna við útbreiðslu á njóla og öðru illgresi í sveitarfélaginu.

h) Í lið 10, grenndarkynning á breytingum á Þelamerkurskóla

Sveitarstjórn samþykkti að byggingarleyfi vegna stækkunar Þelamerkurskóla verði vísað í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

i) Í lið 13, Brekkuhús 1 a, umsókn um byggingareit fyrir viðbyggingu

Lögð fram umsókn um byggingareit fyrir viðbygginu.  Umsókninni fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari breyting á deiliskipulagi Hjalteyrar á þá leið að byggingarreitur á lóðinni Brekkuhús 1 a, verði stækkaður í samræmi við innsendan uppdrátt.  Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg með hliðsjón af viðmiðum í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingunni verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Fundargerð stjórnar SSNE frá 38. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Grund, erindi v. Dalvíkurlínu 2

Lagt fram dreifibréf til landeigenda þar sem kynntar eru upplýsingar um aðalvalkost

Landsnets á jarðstrengslögn frá Akureyri til Dalvíkur. Lagt fram til kynningar.

5. Engimýri, erindi frá landeiganda

Lagt fram bréf frá landeiganda að Engimýri 1. Sveitarstjóri mun svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. 

6. Tónlistarskóli Akureyrar, umsókn v. skólagjalda

Lagt fram erindi þar sem farið er fram á greiðslu kostnaðar við nám nemanda úr Hörgársveit sem ráðgerir að vera í hálfu hljóðfæranámi á grunnstigi við Tónlistarskóla Akureyrar.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu, enda er boðið uppá sambærilegt nám í Tónlistarskóla Eyjafjarðar sem sveitarfélagið er aðili að.

7. Félag atvinnurekanda,ályktun varðandi fasteignaskatt

Lagt fram bréf þar sem fram kemur áskorun til sveitarfélaga varðandi mikla hækkun fasteignamats.  Lagt fram til kynningar.

8. Hjalteyri, umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn

Lögð fram umsókn frá Spes-streetfood ehf kt. 410317-0280, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn sunnan við verksmiðjuna á Hjalteyri, en fyrirtækið er með starfsleyfi fyrir rekstri slíks vagns.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

9. Reglur um greiðslur vegna vistunar barna

Rætt um breytingar á núgildandi reglum er varðar aldur og styrkupphæð.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10. Hollvinafélag Hjalteyrar, erindi

Lagt fram bréf þar sem rætt er um umgengni og sorphirðu á Hjalteyri.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og hvetur íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja til góðrar umgengni á Hjalteyri sem og annars staðar í sveitarfélaginu.

11. Verkefnastjóri, nýtt starf

Rætt um nýtt tímabundið starf verkefnastjóra, upplýsinga- atvinnu- og menningarmála.

Sveitarstjórn samþykkti að koma á fót slíku starfi og felur sveitarstjóra að ráða í starfið.

12. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:25