Sveitarstjórn fundur nr. 138

01.06.2022 09:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

138. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 1. júní 2022 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

Axel Grettisson setti fundinn, sem sá sveitarstjórnarfulltrúi sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórninni og stýrði oddvitakjöri.

Lögð var fram skýrsla kjörstjórnar Hörgársveitar þar sem fram kom að niðurstaða kosninga til sveitarstjórnar í Hörgársveit þann 14. maí 2022 urðu þau að J-listi Grósku fékk 220 atkvæði og þrjá menn kjörna, H-listi Hörgársveitar fékk 138 atkvæði og tvo menn kjörna.

Samkvæmt því voru eftirtalin kjörin i sveitarstjórnina: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og Sunna María Jónasdóttir af J-lista og Jón Þór Benediktsson og Jónas Þór Jónasson af H-lista.

1. Kosning oddvita

Við kosningu oddvita hlaut Axel Grettisson 5 atkvæði. Samkvæmt því var Axel Grettisson lýstur réttkjörinn oddviti til loka kjörtímabilsins.

Nýkjörinn oddviti gekk til dagskrár.

2. Kosning varaoddvita

Við kosningu varaoddvita hlaut Ásrún Árnadóttir 3 atkvæði og Jónas Þór Jónasson 2 atkvæði. Samkvæmt því var Ásrún Árnadóttir lýst réttkjörin varaoddviti til loka kjör-tímabilsins.

3. Ráðning sveitarstjóra

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að ráða Snorra Finnlaugsson sem sveitarstjóra út kjörtímabilið og samþykkti framlagðan ráðningarsamning.

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

4. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir

Sveitarstjórn kaus eftirtalda í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins:

Fræðslunefnd,

aðalmenn:                                               varamenn: 

Jóhanna María Oddsdóttir, formaður         Sunna María Jónasdóttir

Ásgeir Már Andrésson,                             Agnar Þór Magnússon

Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir, varaf.           Eva María Ólafsdóttir

 

Skipulags- og umhverfisnefnd,

aðalmenn:                                               varamenn:

Jón Þór Benediktsson, formaður              Brynjólfur Snorrason

Agnar Þór Magnússon, varaformaður      Jóhanna María Oddsdóttir

Sunna María Jónasdóttir                         Ásgeir Már Andrésson

Ásrún Árnadóttir                                     Eva Hilmarsdóttir

Bjarki Freyr Brynjólfsson                         Sigurður Pálsson

  

Félagsmála- og jafnréttisnefnd,

aðalmenn:                                               varamenn:

Sunna María Jónasdóttir, formaður           Vignir Sigurðsson

Jóhanna María Oddsdóttir, varaf.              Ásgeir Már Andrésson

Erla Björk Helgadóttir                                Jónas Þór Jónasson

 

Atvinnu- og menningarnefnd,

aðalmenn:                                               varamenn:

Kolbrún Lind Malmquist, formaður            María Albína Tryggvadóttir

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, varaform.        Eydís Ösp Eyþórsdóttir

Vignir Sigurðsson                                      Agnar Þór Magnússon

Eva Hilmarsdóttir                                      Ásrún Árnadóttir                                                                        

 

Kjörstjórn

aðalmenn:                                               varamenn:

Helgi B. Steinsson, formaður                    Stefán Magnússon

María Björk Guðmundsdóttir                     Kristbjörg María Bjarnadóttir

Viðar Þorsteinsson                                    Líney S Diðriksdóttir

 

Í stjórn Hafnasamlags Norðurlands

aðalmaður:                                              varamaður:

Axel Grettisson                                        Jón Þór Benediktsson

 

Í stjórn skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar bs

aðalmaður:                                              varamaður:

Snorri Finnlaugsson                                 Axel Grettisson

 

Í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:

aðalmaður:                                              varamaður:

Jón Þór Benediktsson                              Agnar Þór Magnússon

 

Í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar

aðalmaður:                                              varamaður:

Kristbjörg María Bjarnadóttir                     Kristín Anna Kristjánsdóttir

 

Í þjónusturáð vegna þjónustu við fatlað fólk

aðalmaður:                                              varamaður:

Snorri Finnlaugsson                                 Axel Grettisson

 

Fulltrúi á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga

aðalmaður:                                              varamaður:

Axel Grettisson                                        Ásrún Árnadóttir

 

Fulltrúar á þing SSNE

aðalmenn:                                               varamenn:

Axel Grettisson                                        Ásrún Árnadóttir

Jón Þór Benediktsson                             Jónas Þór Jónasson

 

Stjórn minjasafnsins á Akureyri

aðalmaður:                                             

Bjarki Freyr Brynjólfsson                         

 

Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

aðalmaður:                                              varamaður

Snorri Finnlaugsson                                 Jónas Sigurðsson

 

Þá var samþykkt að kjósa í eina verkefnabundna nefnd, sbr.d.lið 40 gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.

Rekstrar- og framkvæmdanefnd verði ráðgefandi fyrir sveitarstjórn varðandi rekstur stofnana og þær framkvæmdir sem í gangi eru hverju sinni.

Rekstrar- og framkvæmdanefnd: 

Axel Grettisson, formaður

Sunna María Jónasdóttir

Jón Þór Benediktsson

 

5. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna

Lagt fram yfirlit yfir laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.

6. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 40. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 274. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Hraun í Öxnadal ehf, aðalfundarboð

Lagt fram fundarboð um aðalfund Hrauns í Öxnadal ehf, sem verður 7. júní 2022.  Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

9. Skógræktarfélag Eyjafjarðar, styrkumsókn

Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir styrk til að bæta útivistaraðstöðu í Laugalandsskógi.

Sveitarstjórn samþykkti að veita félaginu kr. 650.000,- styrk til verkefnisins og óskar eftir góðu samstarfi um starfsemi félagsins í sveitarfélaginu. Jafnframt hvetur sveitarstjórn fyrirtæki í sveitarfélaginu til að styrkja verkefnið.

10. Lóðir Hjalteyri

Lagt fram erindi þar sem falast er eftir íbúðarhúsalóðum á Hjalteyri.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og er tilbúin til viðræðna enda eru lóðirnar lausar til leigu samkvæmt gjaldskrá um greiðslu gatnagerðargjalda.

11. Orkufjarskipti, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram erindi þar sem Orkufjarskipti hf. óska eftir framkvæmdaleyfum vegna ljósleiðarlagningar frá sveitarfélagsmörkum Akureyrarbæjar við Mýrarlón að Vöglum í Hörgárdal og frá Ytri-Bægisá að Öxnadalsheiði. Undan er skilinn kafli í landi Auðna og Hrauns þar sem strengleið og frágangur hafa ekki verið útfærð. Erindinu fylgja yfirlitsmyndir af strengleiðinni ásamt samþykki hlutaðeigandi landeigenda og jákvæðri umsögn Minjastofnunar vegna strengleiðarinnar frá Rangárvöllum á Akureyri að Vöglum.

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar um strengleiðina frá Ytri-Bægisá að Öxnadalsheiði áður en leyfisbréf vegna þess hluta framkvæmdarinnar er gefið út.

12. Menntun til sjálfbærni – ákall til sveitarstjórna

Lagt fram erindi þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að leggja aukna áherslu á menntun til sjálfbærni á komandi tímum.

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og hvetur til menntunar til sjálfbærni í skólastarfi sveitarfélagsins.

13. Fundaáætlun og fundartímar, júní – desember 2022

Lögð fram drög að fundaáætlun sveitarstjórnar júní – desember.

Sveitarstjórn samþykkti að fundir sveitarstjórnar verði framvegis að jafnaði fjórða fimmtudag í mánuði kl. 9:15 á skrifstofu sveitarfélagsins.

14. Umsóknir um hagagönguleyfi 2022

Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli    fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið 11:20