Sveitarstjórn fundur nr. 137

12.05.2022 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

137. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.5.2022

Fundargerðin lögð fram og þarfnast 9 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Blöndulína 3, umsögn vegna umhverfismats

Lögð fram tillaga að umsögn.

Sveitarstjórn samþykkti umsögnina eins og hún liggur fyrir og að hún verði send Skipulagsstofnun og kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Einnig hvetur sveitarstjórn hagsmunaaðila til að senda inn sínar athugasemdir til Skipulagsstofnunar fyrir 16. maí 2022.

b) Í lið 2, Moldhaugar/Skútar, aðal- og deiliskipulag

Kynningu aðal- og deiliskipulagstillaga á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga lauk 28. febrúar sl. og bárust 3 erindi á kynningartímabilinu.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa aðalskipulagstillögu vegna athafna, efnistöku og afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Moldhaugnahálsi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

c) Í lið 5, Norðurorka, erindi vegna breytinga á aðalskipulagi

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem sem óskað er eftir því að lagnaleið nýrrar aðveituæðar hitaveitu frá Syðri-Haga að Hjalteyri verði færð inn á uppdrátt aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024.

Sveitarstjórn samþykkti að farið verði i vinnu við breytingu á aðalskipulagi.

d) Í lið 6, Þúfnavellir, umsókn vegna byggingareits

Lögð fram umsókn um afmörkun byggingareits fyrir sauðburðarhús og vélageymslu ásamt uppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

e) Í lið 7, Sílastaðir (Fagravík), umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnislosunar

Lögð fram umsókn frá Eiríki Sigfússyni um framkvæmdaleyfi vegna losunar 5.000 rúmmetra af mold í landi Sílastaða við veginn að Fögruvík.

Sveitarstjórn samþykkti erindið en gerð er krafa um að jafnað verði úr efninu á snyrtilegan hátt og sáð í flagið fyrir 15.6.2022.

f) Í lið 8, Glæsibær, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnislosunar

Lögð fram umsókn frá Ólafi Aðalgeirssyni um framkvæmdaleyfi vegna losunar 10.000 rúmmetra af mold í aflagðri malarnámu norðan Hagabyggðar í landi Glæsibæjar.

Sveitarstjórn samþykkti erindið en gerð er krafa um að jafnað verði úr efninu á snyrtilegan hátt og sáð í flagið jafnóðum.

g) Í lið 9, fyrirspurn vegna leyfis til bygginga á Nunnuhóli, Möðruvöllum

Kynnt var fyrirspurn um heimild til byggingar einbýlishúss á spildu þar sem áður stóðu bæjarhús jarðarinnar Nunnuhóll, nú í landi Möðruvalla.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið, enda liggi fyrir áhættumat vegna ofanflóða sem sýni fram á að svæðið sé hæft til byggingar sbr. reglugerð nr. 505/2000.

h) Í lið 12, Dalvíkurbyggð, umsögn vegna aðalskipulagsbreytingar Hauganesi

Lagt fram erindi frá Dalvíkurbyggð þar sem óskað er umsagnar um aðalskipulagsbreytingu á Hauganesi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna.

i) Í lið 13, Gásar, afmörkun lóðar

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkt erindið enda liggi fyrir staðfesting beggja eiganda jarðarinnar.  Sveitarstjórn áréttar að ný vegtenging er háð leyfi Vegagerðarinnar.

2. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 38. og 39. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

3. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 909. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar SSNE frá 37. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð Markaðsstofu Norðurlands frá 4.5.2022

Fundargerðin lögð fram.

6. Svæðisskipulagsnefnd, fundargerð og breyting á starfsreglum

Fundargerðin lögð fram. Lagðar fram tillögur frá nefndinni er varðar breytingar á starfsreglum.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti breytingar á starfsreglum svæðisskipulagsnefndar fyrir sitt leyti.

7. Samb. ísl. sveitarfélaga, brotthvarf úr framhaldsskólum

Erindið lagt fram.

8. N4, erindi vegna stuðnings við þáttagerð

Lagt fram erindi frá N4 þar sem óskað er stuðnings við þáttagerð. Afgreiðslu frestað.

9. Mennta- og barnamálaráðherra, bréf vegna barna á flótta frá Úkraínu

Erindið lagt fram.

10. Trúnaðarmál

Þar sem um síðasta fund sveitarstjórnar á kjörtímabilinu var að ræða þökkuðu sveitarstjórnarfulltrúar hver öðrum og sveitarstjóra ásamt öllu öðru starfsfólki sveitarfélagsins fyrir gott og farsælt samstarf á undanförnum árum.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið 16:45