Sveitarstjórn, fundur nr 129

23.09.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

129. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 23. september 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Líforkuver, erindi frá SSNE

Guðmundur Sigurðsson frá Vistorku kynnti verkefnið í fjarfundarbúnaði.

Lagt fram erindi frá SSNE vegna málsins.  Afgreiðslu frestað.

2. Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.09. og 21.09.2021

Fundargerðin frá 3. sept. lögð fram. Fundargerðin frá 21. sept. er í 10 liðum og þarfnast 6 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) í lið 1, umsókn um lóð Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að lóðinni nr. 10 við Hjalteyrarveg verði úthlutað til Hrannar Einarsdóttur kt. 091062-3999 og Halldórs Ómars Áskelssonar kt. 200465-5209.

b) í lið 2, Víðihlíð 5, ósk um frávik frá deiliskipulagi

Sveitarstjórn telur að eins og hér háttar til sé unnt að fallast á beiðni umsækjanda um frávik frá skilmálum deiliskipulags um breidd gróðurbeða á bílastæðum, þakhalla og vinnuherbergi að svalagangi og samþykkti sveitarstjórn erindið. Sveitarstjórn gerir kröfu um að við hönnun hússins verði gert ráð fyrir að unnt sé að loftræsa vinnuherbergi sem snýr að svalagangi án þess að opna opnanlegt fag á glugga. Sveitarstjórn áréttar að afgreiðsla þessa erindis sé ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar byggingar á skipulagssvæðinu.

Snorri Finnlaugsson vék af fundi undir þessum lið.

c) í lið 4, Lónsá, umsókn um skiptingu lóðar

Sveitarstjórn samþykkti að lóðinni Lónsá L173137 verði skipt upp í þrjár lóðir samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, sem fái heitin Lónsá, Lónsá S og Lónsá N. Afgreiðslu varðandi notkunarflokka í aðalskipulagi frestað en verði tekið fyrir við næstu breytingu á aðalskipulagi.

d) í lið 6, Skútaberg, umsóknir um stöðuleyfi

Lagðar fram umsóknir þar sem óskað er eftir stöðuleyfum fyrir:

a)    Tvo færanlega vatnstanka við grjótnámu Skútum á Moldaugnahálsi.

b)    Bráðabirgðar stöðuleyfi fyrir 10 vinnubúðaeiningar sem í framtíðinni eru ætlaðar fyrir saumavélasafn.  Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir klósettaðstöðu. við hús F2356653.

Sveitarstjórn samþykkti stöðuleyfin enda liggur fyrir vinna við nýtt deiliskipulag á svæðinu.

e) í lið 7, Hagahverfi

Umræður um framhald uppbyggingar, en eigandi hefur óskað eftir að farið verði að huga að skipulagsmálum fyrir stækkun hverfisins.

Sveitarstjórn samþykkti að fara í viðræður við landeigendur.

f) í lið 10, Skriða 2 - afmörkun lóðar

Lagt fram erindi frá eiganda íbúðarhúsalóðar að Skriðu 2, L189206 þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkti erindið enda verði kvöð um aðkomurétt og lagnaleiðir þinglýst á umliggjandi land.

 3. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 27. og 28. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 900. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Vegagerðin, fundur 7. sept. 2021

Fundargerðin lögð fram.

6. Landsnet, kynning v. Dalvíkurlínu 2

Kynningin lögð fram. Meðal annars kom fram að miklir möguleikar eru á samnýtingu á lagningu jarðstrengs á vegum Landsnets frá Rangárvöllum til Dalvíkur og stígagerðar sem sveitarfélagið stefnir að.

7. Vegagerðin, brýr yfir Tunguár

Umræður um yfirtöku á brúnum.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit yfirtaki eldri brýrnar yfir Tunguár í Hörgárdal frá Vegagerðinni þegar vegurinn þar verður aflagður sem akvegur.  Brýrnar verði eingöngu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og fyrir fjárrekstur á haustum vegna smalamennsku.  Vegagerðin komi fyrir hliðum við brýrnar þannig að umferð verði takmörkuð með þessum hætti.

8. SSNE, skýrsla vegna vegamála unnin af RHA

Skýrslan lögð fram.

Sveitarstjórn Hörgársveitar áréttar að við gerð samgöngustefnu á starfssvæði SSNE verði lögð áhersla á að forgangsraða brýnustu verkefnum í samgöngumálum í nánustu framtíð.

9. Moldus, ósk um viðræður um lóð

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um lóð fyrir fjölbýlis-hús.

Sveitarstjórn þakkar sýndan áhuga en því miður eru engar fjölbýlis-húsalóðir lausar í sveitarfélaginu eins og er.

10. Landsnet, umhverfismat Blöndulínu 3

Lagt fram erindi þar sem farið er yfir vinnu vegna umhverfismats Blöndulínu 3.

11. Norðurá ehf, bréf v. brennsluofns fyrir dýrahræ

Bréfið lagt fram.

12. Samband ísl. sveitarfélaga, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Erindið lagt fram.

13. Sveitarstjórnarráðuneyti, bréf vegna ritunar fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar

Lagt fram.

14. Ljósastaurar við heimreiðar, vinnureglur

Lagðar fram tillögur að vinnureglum vegna ljósastaura við heimreiðar.

Sveitarstjórn samþykkti vinnureglurnar og verða þær kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

15. Aþingiskosningar 25.09.2021

Lögð fram kjörskrá fyrir Hörgársveit vegna alþingiskosninga 25. september 2021.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða kjörskrá. Sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 25. sept. nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til alþingis.

16. Viðauki 04/2021

Lögð fram tillaga að viðauka 04 við fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 04 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 50.347 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 41.274 þús.kr.

17. Jötunheimar, ósk um breytingu á byggingarreit

Lögð fram beiðni um breytingu á áður samþykktum byggingarreit ásamt uppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkti hliðrun á áður samþykktum byggignarreit á lóðinni Jötunheimum skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Búnaðarsambandi Eyjajfjarðar.

18. Fjallskilamál

Umræður um fjallskilamál.

Sveitarstjórn samþykkti að segja upp samningi við Akrahrepp um fjallskil dags. 4.7.2012 og tilkynna það með formlegum hætti.

19. Fjárhagsáætlun 2022-2025

Sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra fóru yfir forsendur, rekstur og helstu verkefni vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025.

20. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:30