Sveitarstjórn, fundur nr 123

25.02.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

123. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.02.2021

Fundargerðin lögð fram og þarfnast átta liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2, Hjalteyri, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti, að gert verði ráð fyrir fjórum einbýlishúsalóðum gengt kaffihúsi í stað þriggja í gildandi deiliskipulagi, niðurfellingu bundinnar byggingarlínu á umræddum lóðum, hliðrun Hjalteyrarbrautar til suðurs, hliðrun götutengingar Búðagötu til vesturs auk breytinga á lóðarmörkum og byggingarreit kaffihúsalóðar og minniháttar hliðrun sjóvarnargarðs. Í breytingunni felst að þeim hluta verslunar- og þjónustusvæðis VÞ1 sem liggur sunnan Hjalteyrarbrautar er breytt í íbúðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkti að ofangreind skipulagsbreyting verði á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda víkur breytingartillagan að óverulegu leyti frá nýtingu, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins. Sveitarstjórn vísar breytingar-tillögunni í grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna, heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við breytinguna og að breytingin teljist samþykkt ef ekki koma fram andmæli í grenndarkynningu.

b) Í lið 4, Lónsbakki deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að heimilt verði að byggja 5 íbúða raðhús alls 650 fm í stað 4 íbúða raðhús alls 600 fm á lóðunum Reynihlíð 17 og 19, sem og að heimilt verði að byggja 4 íbúða einnar hæðar raðhús alls 500 fm í stað 4 íbúða tveggja hæða raðhús alls 840 fm á lóðunum Reynihlíð 21 og 23. Breytingin telst óveruleg skv. viðmiðum í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og er fyrrgreind breyting á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis gerð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. gr. 44. gr. skipulagslaga.

c) Í lið 6, Gásaeyri deiliskipulag

Þrjú erindi bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögu fyrir minjastaðinn á Gásaeyri.

Í samræmi við athugasemd samþykkti sveitarstjórn að gatnamótum vinnuvegar og aðkomuvegar verði breytt þannig að aðfallshorn vinnuvegarins sé nærri 90 gráður.

Sveitarstjórn samþykkti svo breytta deiliskipulagstillögu samkvæmt þriðju málsgrein 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

d) Í lið 8, Ytri-Bægisá 2, skógrækt umsókn um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að gefa út framkvæmdaleyfi vegna skógræktar að Ytri-Bægisá 2.

e) Í lið 9, Syðri-Bægisá, umsókn um afmörkun lóðar

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu, um afmörkun lóðar og byggingarreit fyrir einbýlishús samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti að Syðri-Bægisá Lnr.152447 og að lóðin fái lóðin nafnið Syðri-Bægisá 3, í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið og að það teljist samþykkt ef ekki koma fram andmæli í grenndarkynningu.

f) Í lið 10, Mið-Samtún, umsókn um afmörkun byggingarreits

Lögð fram umsókn ásamt uppdrætti þar sem sótt er um afmörkun byggingareits í landi Mið-Samtúns Lnr 152512.

Sveitarstjórn samþykkti að umsókn með vísan í innsendan uppdrátt, þar sem sótt er um afmörkun byggingareits í landi Mið-Samtúns Lnr 152512, verði vísað í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið og að það teljist samþykkt ef ekki koma fram andmæli í grenndarkynningu.

g) Í lið 11, Mið-Samtún, umsókn um framlengingu stöðuleyfis

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði stöðuleyfi til 12 mánaða eftir úttekt skipulags- og byggingarfulltrúa.

h) Í lið 13, Lækjarvellir 9 og 11, breyting á deiliskipulagi.

Lagt fram breytingarblað vegna breyttra lóðarmarka lóðanna Lækjarvalla 9 og 11, en lóðarmörkin eru löguð að eignarhaldi lands þannig að Lækjarvellir 9 minnkar úr 4200 fm í 3097 fm. Samskonar tillaga var samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 2019-06-18 en fyrir fórst að auglýsa gildistöku breytingarinnar í B-deild Stjórnar-tíðinda innan 12 mánaða.

Sveitarstjórn samþykkti ofangreinda breytingu á deiliskipulagi Lækjarvalla  á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg sbr. gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Vindorka í Hörgársveit

Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku mætti á fundinn og kynnti hugmyndir Fallorku um virkjunarkosti vindorku í Hörgársveit.

3. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 21. og 22. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 894. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 255. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 17. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Norðurslóðasetur í Reykjavík

Rætt um hugmyndir að stofnun Norðurslóðaseturs sem staðsett yrði í Reykjavík.

Sveitarstjórn Hörgársveitar mælir með því að staðsetning Norðurslóðaseturs verði endurskoðuð og að staðsetning verði valin í tengslum við Háskólann á Akureyri.

8. Líforkuver

Lagt fram erindi frá SSNE og Vistorku þar sem hugmyndir um líforkuver á svæði SSNE eru kynntar og sótt um fjárstyrk til að fjármagna gerð hagkvæmnismats.

Sveitarstjórn samþykkti fjárstyrk til gerðar hagkvæmismats að upphæð kr. 210.000,-

9. Breyting á staðfangi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leiðréttingu á staðfangi úr Syðri-Bægisá lóð í Syðri-Bægisá 2.

Sveitarstjórn samþykkti það staðfang sem óskað er eftir samkvæmt erindinu og að koma þeim upplýsingum til Þjóðskrár Íslands.

10. Samningar um lóðir og byggingaframkvæmdir

a) Reynihlíð 17 og 19,samningur við Bögg ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

b) Reynihlíð 21 og 23,samningur við Hamra Byggingarfélag ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

c) Víðihlíð 1 og 3,samningur við Hamra Byggingarfélag ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

d) Víðihlíð 5 og 7,samningur við Byggingarfélagið A Plús ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

11. Tillaga starfshóps minni sveitarfélaga

Lagt fram erindi frá starfshópi minni sveitarfélaga þar sem kynnt er tillaga sem send var umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem umsögn um frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra sem m.a. fjallar um lögfestingu lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum.

Sveitarstjórn Hörgársveitar hafnar þeim hugmyndum um lögfestingu lágmarks-íbúafjölda í sveitarfélögum sem fram koma í frumvarpinu.

Í stað lögfestingar á lágmarksíbúafjölda mælir sveitarstjórn Hörgársveitar með að tillaga sú sem starfshópur minni sveitarfélaga hefur sent inn til nefndarinnar verði tekin til efnislegrar umræðu.

12. Beiðni um umsögn um lagafrumvarp v. kosningaaldurs

Lögð fram beiðni um umsögn við lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir að kosningaaldur færist úr 18 ára aldri í 16 ár.

Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir sig andvíga breytingunni.

13. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:50