Sveitarstjórn, fundur nr 122

28.01.2021 16:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

122. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl.16:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.01.2021

Fundargerðin lögð fram og þarfnast átta liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2, Hjalteyri, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að gerðar verði eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi Hjalteyrar: Einni einbýlishúsalóð verði bætt við austan við lóð sem í gildandi deiliskipulagi er auðkennd Búðagata 6 og vegamótum Búðagötu verði hliðrað þannig að þau verði milli Péturshúss og lóðar sem í gildandi deiliskipulagi er auðkennd Búðagata 2. Lóðirnar fjórar sem eru austan við hliðraða vegtengingu Búðagötu hljóti framvegis staðvísinn „Hjalteyrarbraut“ í stað „Búðagata“. Gert verði ráð fyrir göngustíg í framhaldi af Búðagötu sunnan við fyrrgreindar fjórar lóðir. Byggingarreitum lóða sem standa gengt kaffihúsi verði staðsettir þannig að sjónarás frá kaffihúsi út á haf verði sambærilegur því sem ráðgert er í gildandi deiliskipulagi.  Sveitarstjórn samþykkti að ofangreindar breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 og að breytingarnar verði grenndarkynntar skv. 44. gr. sömu laga. Heimilt verði að stytta grenndarkynningatímabil skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili teljist deiliskipulagsbreytingin samþykkt.

b) Í lið 3, lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð

Sveitarstjórn samþykkti í samræmi við gr. 3.4 í reglum um lóðaúthlutanir að gerðir verði samningar við eftirtalda aðila um uppbyggingu eftirtaldra lóða:

a)    Reynihlíð 17 og 19 við Bögg ehf. - Jón Örvar Eiríksson húsasmíðameistara

b)    Reynihlíð 21 og 23 ásamt Víðihlíð 1 og 3 við Hamra byggingarfélag ehf - Helga Snorrason húsasmíðameistara

c)    Víðihlíð 5 og 7 við A plús ehf - Reynir Örn Hannesson húsasmíðameistara

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

c) Í lið 4, Lónsbakki, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að gerð verði breyting á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis á þann hátt að heimilt verði að byggja fimm íbúða raðhús allt að 620 fm á lóðunum Reynihlíð 17 og 19. Ennfremur verði heimilað að einnar hæðar raðhús rísi á lóðunum Reynihlíð 21 og 23 þar sem gert er ráð fyrir tveggja hæða raðhúsum í gildandi deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkti að ofangreindar breytingar verði gerðar á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. sömu laga. 

d) Í lið 5, Lækjarvellir, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að lóðir við Lækjarvelli 2 a og b verði auglýstar til úthlutunar.

e) Í lið 6, Engimýri, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að vísa deiliskipulagstillögunni í lögformlegt auglýsingaferli skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

f) Í lið 7, Akureyrarbær ASK – Holtahverfi tillaga

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði gerð athugasemd við skipulagstillöguna.

g) Í lið 8, Akureyrarbær ASK – Oddeyri tillaga

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði gerð athugasemd við skipulagstillöguna.

h) Í lið 10, Ægisgarður Hjalteyri – umsókn um byggingarreit

Sveitarstjórn samþykkti að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu lagagreinar og að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

2. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 12.02.2021

Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 19. og 20. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 892. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir stjórnar Norðurorku frá 253. og 254. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerð stjórnar Minjasafns frá 18. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt fjárhagsáætlun 2021.

7. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 15. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Stafrænt ráð sveitarfélaga

Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur hafið undirbúning á stafrænni þróun sveitarfélaganna og er öllum sveitarfélögum gefinn kostur á þátttöku.
Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í verkefninu og er hlutur Hörgársveitar á árinu 2021 kr. 285.483,-. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

9. Þelamerkurskóli, breyting á skóladagatali v. árshátíðar

Lagt fram erindi frá skólastjóra Þelamerkurskóla varðandi breytingar á skóladagatali.

Sveitarstjórn samþykkti þær breytingar á skóladagatali að árshátíð skólans verði færð frá 4. febrúar til 25. mars 2021.

10. Breytingar á staðfangi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leiðréttingu á staðfangi úr Blómsturvellir lóð í Blómsturvellir og úr Hraukbær lóð í Hraukbær.

Sveitarstjórn samþykkti þau staðföng sem óskað er eftir samkvæmt erindinunum og að koma þeim upplýsingum til Þjóðskrár Íslands.

11. Áskorun til sveitarfélaga v. grænkerafæðis

Erindið lagt fram.

12. Fundargerð samráðsfundar minni sveitarfélaga frá 21.1.2021

Fundargerðin lögð fram. 

13. Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit

Lögð fram drög að samþykkt fyrir gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit.

Sveitarstjórn staðfesti samþykktina og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar.

14. Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2021 liggur fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga um lán að upphæð kr. 30.000.000,-

Sveitastjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000,  til allt að 15 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til gatnaframkvæmda sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

15. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurl.eystra frá 20.01.2021

Fundargerðin lögð fram

16. Pálmholt, umsókn vegna byggingareits

Þórður Stefánsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir um 300 fm skemmu á jörðinni Pálmholti L.nr. 152340. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, dags. 27.01.2021

Sveitarstjórn samþykkti erindið á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að fallið skuli frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. sömu lagagreinar.

17. Fundardagar sveitarstjórnar 2021

Lagt fram yfirlit yfir fundardaga sveitarstjórnar 2021.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:40