Sveitarstjórn, fundur nr 104

20.06.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar 

104. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 20. júní 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

Vignir Sigurðsson og Inga Björk Svavarsdóttir mættu á fundinn og tóku sæti Ásrúnar Árnadóttur og Jóns Þórs Benediktssonar.

1. Skólaakstur, niðurstaða úboðs

Lagt fram yfirlit yfir niðurstöðu útboðs í skólaakstur fyrir Þelamerkurskóla 2019-2021.

Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður sveitarfélagsins mætti til fundarins og fór yfir niður-stöðu útboðsins og lögfræðileg álitamál sem uppi kunni að vera varðandi þau tilboð sem bárust.

Gert var fundarhlé kl. 16:54.

Fundi framhaldið kl. 17:10.

Samþykkt var að afgreiða málið fyrir luktum dyrum.

Frávikstilboð voru ekki heimiluð og eru því ógild samkvæmt 1. málsgr. 52. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og er þeim vísað frá.

Sveitarstjórn samþykkti að hefja samningaviðræður við Bárulund ehf sem lægst-bjóðanda um allar akstursleiðir útboðsins og áformar að bindandi samningur verði gerður að liðnum fimm dögum frá því bjóðendum er tilkynnt um þessa niðurstöðu.

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson komu til fundar og véku Vignir Sigurðsson og Inga Björk Svavarsdóttir af fundi.

Fundur opnaður að nýju.

2.  Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.6.2019

Fundargerðin sem er í níu liðum lögð fram ásamt fundargögnum. Allir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið,  svæðisskipulag, tillaga vegna flutningslína raforku, kynning

Sveitarstjórn samþykkti að vinna verði hafin við að lagnaleiðir flutningslína raforku um sveitarfélagið fái skipulagslega umfjöllum í samræmi við kafla 3.4.8 í aðalskipulagi Hörgársveitar.

b) Í 2.lið, Glæsibær, skipulag

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði haldið áfram með vinnu við breytingu á aðalskipulagi vegna Glæsibæjar fyrr en fyrir liggur samningur við landeigendur um uppbyggingu og þjónustu og umfang verkefnisins.

c) Í 3.lið, Hjalteyri, umræður um deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að unnin verði tillaga um breytingu á deiliskipulagi Hjalteyrar í þá veru að lóðirnar nr. 4,5 og 6 við Brekkuhús verði breytt úr einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir fjölbýli með smærri íbúðum.

Þá samþykkti sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi sbr. 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga þannig að lóðinni við Ásgarð verði breytt í þá veru að lóðarmörk að austan færist ofar og lóðarmörk að norðan færist í samræmi við það, þannig að stærð lóðar verði óbreytt þ.e.3.000 m2.

d) Í 4.lið, Norðurorka, lýsing vegna deiliskipulags á vinnslusvæði Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að lýsingin verði kynnt samkv. 3. málsgr. 40. gr.skipulagslaga. 

e) Í 5.lið, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skólpstöð, skólplögn og bráðabirgðastíg við Lónsbakka

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt.

f) Í 6.lið, Tungusel, erindi um að breyta frístundahúsi í íbúðarhús

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

g) Í 7.lið, Lækjarvellir 9, hugmyndir um breytingu á lóðarstærð og lóðarumsókn

Sveitarstjórn samþykkti að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Lækjarvalla sbr. 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga á þá leið að lóðin nr. 9 verði minnkuð í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.

Þá samþykkti sveitarstjórn að lóðinni þannig breyttri verði úthlutað til Jóns Björnssonar kt. 100357-3139 (Verkval ehf,) með þeim skilmálum að lóðin geti breyst síðar í upphaflegt horf.

h) Í 8.lið, Norðursigling, erindi vegna breytinga á skilmálum varðandi lóð á Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

i) Í 9.lið, Ytri-Bakki, landskipti

Sveitarstjórn samþykkti að landinu að Ytri-Bakka sem skilgreint er í umsókn og á uppdrætti verði skipt upp í þrjár landspildur sem fái nöfnin, Sólbakki, Ytri-Bakki og Bárulundur.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir lið 2 i).

3. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 4.6.2019

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerðir HNE frá 205.- 208. fundur ásamt ársreikningi 2018

Fundargerðirnar ásamt ársreikningi 2018 lagðar fram.

5. Norðurorka, fundargerðir frá 233. – 235. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Tónlistarskóli Eyjafjarðar fundargerð frá 7. júní, áætlun fyrir skólaárið 2019-2020 og ársreikningur 2018.

Lögð fram fundargerð frá kynningarfundi 7. júní sl. ásamt áætlun um kostanaðarhlutdeild hvers sveitarfélags skólaárið 2019-2020 og ársreikningi 2018. Jafnframt var lagt fram minnisblað skólastjóra tónlistarskólans dags. 19.6.2019.

Sveitarstjórn samþykkti að afla frekari upplýsinga um þá kostnaðaraukningu sem kynnt er.

7. Erindi vegna viðbragða við tilkynningum frá Þjóðskrá vegna breytinga á staðfangi

Erindin lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkti hvert og eitt staðfang sem óskað er eftir samkvæmt framlögðum lista og koma þeim upplýsingum til Þjóðskrár Íslands.

8. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi Eyri, Hjalteyri

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingasölu, umfangaslitlir áfengisveitingastaðir, að Eyri á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

9. Samband ísl. sveitarfélaga erindi vegna yfirlýsingar um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit verði aðili að samráðsvettvangi sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ.

10. Grænbók um stefnu um málefni sveitarfélaga og aukalandsþing

Lagt fram erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt Grænbók og boðun aukalandsþings.

11. Erindi frá AFE v.upplýsingaöflunar um staði sem gætu hentað undir gagnaver

Erindið lagt fram ásamt fylgigögnum og mun sveitarstjóri aðstoða við þá upplýsingaöflun sem þarf.

12. Íslandspóstur, erindi varðandi póstnúmer

Erindið lagt fram en þar kemur m.a. fram að ráðgert er að Hörgársveit fái póstnúmerið 604 Akureyri.

Sveitarstjórn fagnar þeirri breytingu að Hörgársveit fái sér póstnúmer.

13. Flugklasinn, erindi vegna fjárframlags

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að veita Flugklasanum styrk að upphæð kr. 300 á íbúa á ári, 2020-2023.

14. Hlíðarbær, tilboð

Lagt fram tilboð um kaup á Hlíðarbæ frá Reglu musterisriddara, Akureyri sem hyggst reka þar félagsheimili til útleigu og eigin nota.

Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur oddvita og sveitarstjóra að annast söluna ásamt Fasteignasölunni Kasa fasteignir.

15. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  20:55