Sveitarstjórn, fundur nr 103

23.05.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

103. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 23. maí 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur Hörgársveitar 2018, síðari umræða

Fyrir fundinum lá endurskoðunarskýrsla frá PWC. Fyrri umræða um ársreikninginn fór fram 30. apríl 2019. Þá var hann afgreiddur til síðari umræðu.

Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2018 og staðfesti hann með undirritun sinni.

2. Húsnæðisáætlun Hörgársveitar, fyrri umræða

Húsnæðisáætlun Hörgársveitar lögð fram og yfirfarin.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa húsæðisáætluninni til síðari umræðu.

3. Fundargerð fjallskilanefndar frá 20.5.2019

Fundargerðin ásamt fylgigögnum lögð fram og er hún í 5 liðum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitarstjónar:

a)í 2. lið:  Sveitarstjón samþykkti framlagðar vinnureglur um fyrirkomulag á hagagöngu hrossa í Laugalandsheiði og að þær verði kynntar hlutaðeigandi.

4. Fundargerð fræðslunefndar frá 22.5.2019

Fundargerðin ásamt fylgigögnum lögð fram og er hún í 11 liðum og þarfnast 3 liðir afgreiðslu sveitarstjónar:

a)í 4. lið:  Sveitarstjórn samþykkti að ráða Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur sem skólastjóra Þelamerkurskóla.

b)í 7. lið:  Sveitarstjórn samþykkti skóladagatöl Þelamerkurskóla og leikskólans Álfasteins 2019-2020 eins og þau liggja fyrir.

c)í 10. lið: Sveitarstjórn samþykkti reglur um meðferð umsókna um leikskóladvöl í Hörgársveit.

5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 115. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram ásamt tillögu að árgjaldi.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri verði fulltrúi Hörgársveitar á aðalfundinum og samþykkti fyrir sitt leyti að upphæð framlags til AFE verði kr.1.775 á íbúa fyrir árið 2019.

7. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2019 liggur fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga um lán að upphæð kr. 40.000.000,-

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 40.000.000, með lokagjalddaga þann 5. júní 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til gatnaframkvæmda sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8. Erindi frá Neyðarlínunni um heimild til uppsetningar á mastri með eftirlits-myndavélum

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti heimild til að setja upp mastur með eftirlitsmyndavélum við þjóðveg 1 móts við Lækjarvelli.

9. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi Engimýri

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir umfangslítinn áfengisveitingastað að Engimýri III, Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

10. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi Pétursborg

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir umfangslítinn áfengisveitingastað að Pétursborg, Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

11. Erindi vegna gróðurbelta Ytri-Bægisá

Erindið lagt fram. Afgreiðslu frestað.

12. Reynihlíð 9-13, samningur um lóðir og byggingarframkvæmdir

Samningur við ÁK smíði ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

 

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson véku af fundi og tóku Vignir Sigurðsson og Eydís Eyþórsdóttir sæti þeirra á fundinum.

13. Skólaakstur

Lagt fram yfirlit yfir núverandi fyrirkomulag skólaaksturs og hugmyndir að nokkrum útfærslum á fyrirkomulagi næstu skólaár. 

Sveitarstjórn samþykkti að bjóða út allan skólaakstur til tveggja ára á fjórum leiðum samkvæmt tillögu C í framlögðu yfirliti.

 

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson komu aftur til fundar.

14. Hagaganga

Lagður fram listi yfir umsóknir um hagagönguleyfi 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli    fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.

15. Hámarks umferðarhraði í þéttbýli

Lagðar fram til umræðu tillögur varðandi niðurtöku hámarkshraða á Hjalteyarvegi og Lónsvegi. Í umferðarlögum kemur fram að lögreglustjóri ákvarði hraðatakmarkanir í þéttbýli að fengnum tillögum sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að leita eftir því við lögreglustjóra að umferðahraði á Hjalteyrarvegi við þéttbýlismörk Hjalteyrar verði færður niður í 30 km/klst. Þá samþykkti sveitarstjórn að leita eftir því við lögreglustjóra að umferðarhraði á Lónsvegi verði færður niður í 30 km/klst við gatnamót Lónsvegar og Þjóðvegar 1 við Lónsá.

16. Viðhald heimreiða í Hörgársveit

Viðhaldi heimreiða í Hörgársveit er mjög ábótavant og hefur því varla verið sinnt svo árum skiptir þrátt fyrir umleitanir sveitarstjóra. Er nú svo komið að flestar ef ekki allar heimreiðar þurfa umtalsvert viðhald til að geta talist í eðlilegu ástandi og sumar það illa farnar að þær ógna öryggi þeirra sem um þær eiga erindi.

Sveitarstjórn Hörgársveitar gagnrýnir kröftuglega áhugaleysi Vegagerðarinnar á viðhaldi heimreiða í sveitarfélaginu og krefst þess að úr verði bætt nú í sumar 2019.

17. Vinnuskóli 2019

Fyrir fundinum lá minnisblað með upplýsingum um fjölda í vinnuskólanum og fyrirhugað fyrirkomulag hans.

Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla sumarið 2019 verði 915 kr./klst. fyrir börn fædd 2005, 1.040 kr./klst. fyrir börn fædd 2004 og 1.335 kr./klst. fyrir börn fædd 2003. Orlof er innifalið.

18. Umhverfisdagur/plokkdagur

Sveitarstjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka til í nágrenni við sig og fegra umhverfi sitt.  Laugardaginn 15. júní mun sveitarfélagið sjá til þess að farið verði um sveitarfélagið og rusl í svörtum ruslapokum tekið þar sem því hefur verið komið fyrir á aðgengilegum stað við gatnamót heimreiða og þjóðvegar og við gatnamót í þéttbýli.  Tilkynna skal um rusl og fjölda poka sem taka skal á horgarsveit@horgarsveit.is fyrir kl. 16:00 þann dag.

18. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  20:10