Skipulagsnefnd, fundur nr. 78

26.10.2021 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

78. fundur

Fundargerð 

Þriðjudaginn 26. október 2021 kl. 09:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Jóhanna María Oddsdóttir og Jónas Þór Jónasson (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Skútar, deiliskipulag

Framhald umræðu eftir fund með landeigendum.

2. Hagabyggð, framhald skipulags

Lagt fram erindi frá GBL17 ehf. eigendum Hagabyggðar þar sem óskað er eftir að haldið verði áfram með skipulagsvinnu við áfanga 2 í Hagabyggð, Glæsibæ og samþykki fyrir því að lóðir í áfanga 2 verði samtals 13, en ein lóð verði felld út í áfanga 1 á móti.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að með hliðsjón af núverandi stöðu framkvæmda á íbúðarsvæðinu og því að úthlutun lóða er langt á veg komin í áfanga eitt af tveimur að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að landeiganda verði heimilað að vinna deiliskipulag fyrir annan áfanga íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að samþykkt verði að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu þar sem íbúðarsvæðið í Glæsibæ verði stækkað um 13 lóðir, enda verði byggingarheimildum í fyrsta áfanga svæðisins fækkað um eina lóð og þannig tryggt að heildarfjöldi lóða verði 30 eins og lagt var upp með.

3. Rarik umsókn v. Lækjarvalla

Lagt fram erindi frá Rarik þar sem óskað er eftir að afmörkuð verði lóð fyrir spennistöðvarhús við Lækjarvelli samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi Lækjarvalla á þann hátt að lóð fyrir spenni verði bætt við skipulagið austan við Lækjarvelli 3-5. Nefndin telur að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að málið varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og sveitarfélagsins og því skuli fallið frá gerð grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

4. Sameining Auðna og Bakka

Lagt fram erindi frá eiganda jarðanna.  Afgreiðslu frestað og óskað er eftir frekari gögnum.

5. Hljóðmön Lónsbakka

Lagt fram erindi frá eiganda Birkihlíðar 1, þar sem óskað er eftir að breyting verði gerð á deiliskipulagi Lónsbakka og komið verði fyrir hljóðmönum við Lónsveg.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að hljóðmönum í þéttbýlinu Lónsbakka verði ekki fjölgað frá því sem er í gildandi deiliskipulagi.

6. Arnarholtsvegur, erindi er varðar staðsetningu byggingarreita

Lagt fram erindi frá lóðarhafa að Arnarholtsvegi 5 þar sem óskað er eftir að byggingarreitur að Arnarholtsvegi 7 verði færður til vesturs. Afgreiðslu frestað.

7. Deiliskipulag Lónsbakka, lýsing

Lögð fram drög að skipulagslýsingum fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingar vegna stækkunar íbúðarbyggðar fyrir þéttbýlið Lónsbakka.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að yfirfara lýsingarnar og auglýsa

8. Þéttbýlið Lónsbakka

Rætt um ýmsar ábendingar um lagfæringar sem fram hafa komið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarsjórn að farið verði í að skoða úrbætur.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:10