Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 77

21.09.2021 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

77. fundur

Fundargerð 

Þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 09:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásgeir Már Andrésson, Agnar Þór Magnússon, Inga Björk Svavarsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Umsókn um lóð Hjalteyri

Lögð fram umsókn um einbýlishúsalóðina Hjalteyrarveg 10.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að lóðinni nr. 10 við Hjalteyrarveg verði úthlutað til Hrannar Einarsdóttur kt. 091062-3999 og Halldórs Ómars Áskelssonar kt. 200465-5209.

2. Víðihlíð 5, ósk um frávik frá deiliskipulagi

Lagt fram erindi frá lóðarhafa Víðihlíð 5 um ósk um að gera frávik frá deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að eins og hér háttar til sé unnt að fallast á beiðni umsækjanda um frávik frá skilmálum deiliskipulags um breidd gróðurbeða á bílastæðum, þakhalla og vinnuherbergi að svalagangi og leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði krafa um að hönnun hússins geri ráð fyrir að unnt sé að loftræsa vinnuherbergi sem snýr að svalagangi án þess að opna opnanlegt fag á glugga. Skipulags- og umhvefisnefnd áréttar að afgreiðsla þessa erindis sé ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar byggingar á skipulagssvæðinu.

Snorri Finnlaugsson vék af fundi undir þessum lið.

3. Lónsbakki, deiliskipulag

Framhald umræðu. Lagðar fram tvær hugmyndir frá skipulagshöfundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fela skipulagshöfundi að gera lýsingu að skipulagsverkefninu sem tekur bæði til aðal- og deiliskipulags.

4. Lónsá, umsókn um skiptingu lóðar

Lagt fram erindi frá eiganda Lónsár þar sem óskað er eftir að skipta lóðinni Lónsá í þrjár lóðir samkvæmt meðfylgjandi uppdrættir. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að lóðinni Lónsá L173137 verði skipt upp í þrjár lóðir samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, sem fái heitin Lónsá, Lónsá S og Lónsá N. Afgreiðslu varðandi notkunarflokka í aðalskipulagi frestað en verði tekið fyrir við næstu breytingu á aðalskipulagi.

5. Skútar, deiliskipulag

Framhald umræðu eftir fund með landeigendum.

Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað að halda áfram viðræðum við landeigendur sem fyrst.

6. Skútaberg, umsóknir um stöðuleyfi

Lagðar fram umsóknir þar sem óskað er eftir stöðuleyfum fyrir:

a)    Tvo færanlega vatnstanka við grjótnámu Skútum á Moldaugnahálsi.

b)    Bráðbirgðar stöðuleyfi fyrir 10 vinnubúðaeiningar sem í framtíðinni eru ætlaðar fyrir saumavélasafn.  Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir klósettaðstöðu við Berghólshús 4.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að stöðuleyfin verði samþykkt enda liggur fyrir vinna við nýtt deiliskipulag á svæðinu.

7. Hagahverfi

Umræður um framhald uppbyggingar, en eigandi hefur óskað eftir að farið verði að huga að skipulagsmálum fyrir stækkun hverfisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að hafnar verði formlegar viðræður við landeigendur um framhald á uppbyggingu svæðisins.

8. Aðalskipulag - veglínur

Skýrt var frá fundum sem fram hafa farið með Vegagerðinni og Landsneti er varðar veglínur og stíga í sveitarfélaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að kalla sem fyrst eftir formlegum tillögum frá Vegagerðinni og Landsneti varðandi vegi og línustæði svo hægt verði að koma þeim í skipulagslegt ferli.

9. Búðagata 9

Rætt um eftirfylgni vegna byggingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að lóðarhafa verði sent erindi þar sem ítrekuð eru tilmæli um að framkvæmdir fari af stað eins og áætlanir sögðu til um.

10. Skriða 2, afmörkun lóðar

Lagt fram erindi frá eiganda íbúðarhúsalóðar að Skriðu 2 L189206 þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði kvöð um aðkomurétt og lagnaleiðir þinglýst á umliggjandi land.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:50