Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 56

18.02.2019 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

56. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 18. febrúar 2019 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásgeir Már Andrésson, Jóhanna María Oddsdóttir, Inga Björk Svavarsdóttir og Ólöf Harpa Jósefsdóttir (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Glæsibær, skipulag

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála.  Lagðar voru fram aðalskiplags- og deiliskipulags-tillögur af svæðinu, ásamt erindi er varðar efnisnámu þar sem óskað er eftir að fá að selja 2-4 þús. m3 af efni fyrir utan það magn sem tekið verður til eigin nota við framkvæmdir í Glæsibæ.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að beiðni um sölu á efni úr efnisnámunni verði hafnað og efni úr efnisnámu verði eingöngu notað til eign nota í landi Glæsibæjar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að láta gera þær breytingar á skipulagstillögunum og greinargerðum sem rætt var á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi er varðar Glæsibæ fari í almenna kynningu samkv. 2. málsgr. 30.greinar og 3. málsgr. 40.greinar í skipulagslögum nr. 123/2010.

2. Umsókn um framlengingu á framkvæmdaleyfi vegna malarnáms í Hörgá á svæði 9

Lögð fram umsókn f.h. landeigenda á svæði 9.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði framlengt til 31.12.2020.

3. Umsókn um framlengingu á framkvæmdaleyfi í malarnámu á Hlöðum

Lögð fram umsókn frá landeigendum og framkvæmdaleyfishafa.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði framlengt til 31.12.2021.

4. Norðurorka, Hjalteyrarlögn umsókn um aðalskipulagsbreytingu

Lögð fram ósk frá Norðurorku um aðalskipulagsbreytingu vegna Hjalteyrarlagnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði aðalskipulags verði falið að gera skipulagslýsingu og gerður verði samningur vegna kostnaðar.

5. Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Norðurorku vegna Hjalteyrarlagnar

Lögð fram umsókn frá Norðurorku framkvæmdaleyfi vegna Hjalteyrarlagnar milli Hjalteyrar og Óss.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt samkvæmt umsókn.

6. Ytri-Bakki, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna ferðaþjónustu í útivistarskógi og íbúðarlóðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst og kynnt umsagnaraðilum samkv. 1. málsgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

7. Syðra-Brekkukot, ósk um gerð deiliskipulags

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt heimild til að vinna deiliskipulag samkv. 2.mgr. 38. greinar skipulagslaga 123/2010.  Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagssvæðið verði merkt sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi og breytingin fari fram samhliða öðrum lagfæringum sem sveitarfélagið vinnur að.

8. Norðursigling, ósk um breytingu á deiliskipulagsskilmálum

Lagt fram erindi frá Norðursiglingu hf þar sem óskað er eftir að gerð verði sú breyting á deiliskipulagi að lóð undir húseign fyrirtækisins á Hjalteyri, sem í dag er skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð, verði skilgreind sem lóð undir frístunda- eða íbúðarhús.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.

9. Lækjarvellir, breyting á deiliskipulagi

Lögð fram deiliskipulagstillaga og uppdráttur er varðar breytingu á lóðinni Lækjarvellir 18.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt sem óveruleg breyting á grundvelli 2. málsgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.  Skipulags- og umhverfisnefnd telur ennfremur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, því skuli fallið frá grenndarkynningu.

Þá samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að skipulagshöfundi verði falið að endurskoða heildar skipulag Lækjarvalla.

10. Lónsbakki, umræður um deiliskipulag

Umræður um hvort gera eigi breytingar á deiliskipulagi er varðar húsagerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að skipulagshöfundi verði falið að skoða breytingar á deiliskipulaginu með tilliti til húsagerðar.

Þá samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við sveitarstjórn að lóðin Reynihlíð 15 verði auglýst laus til umsóknar.

11. Hjalteyri, umræður um deiliskipulag

Umræður um hvort gera eigi breytingar á deiliskipulagi er varðar húsagerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að skipulagshöfundi verði falið að skoða breytingar á deiliskipulaginu með tilliti til húsagerðar.

12. Stöðuleyfi átak

Rætt um átak og veitingu tímabundinna stöðuleyfa og gjaldtöku. Lögð fram síðasta fundargerð SBE er varðar málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að hún telji eðlilegra að umsóknir um stöðuleyfi í sveitarfélaginu komi til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd fremur en byggingar-nefnd eins og nú er.

13. Þjóðskrá Íslands, erindi er varðar staðföng

Þjóðskrá Íslands vinnur um þessar mundir að samræmingu skráningar lögheimilis og staðfanga á grundvelli laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Stofnunin óskar eftir samþykki sveitarstjórar á skráningu staðfanga sem leiðrétt hafa verið í þessari vinnu og talin eru upp í fylgiskjali erindisins. 
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla samþykkis eigenda hlutaðeigandi landeigna við skráningu staðfangs.

14. Aðalskipulag Hörgársveitar

Lagður fram uppfærður listi yfir lagfæringar á aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fela skipulagshöfundi að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins.

15. Malarnáma Stóra-Dunhaga

Lagt fram erindi þar sem lendeigendur Stóra Dunhaga óska eftir að fá að nýta malarnámu á landi sínu til eigin nota vegna fjósbyggingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 2. málsgr. 13.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:52