Fundargerð kjörstjórnar 8. febrúar 2024

08.02.2024 11:30

Þann 8. febrúar 2024 kom kjörstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla kl. 11:30.
Mætt voru: Helgi Bjarni Steinsson formaður, Viðar Þorsteinsson og María Björk Guðmundsdóttir
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Kjörkassi
Kjörstjórn samþykkti að fenginn verði nýr kjörkassi og núverandi kjörkassi verði gerður upp.

2. Forsetakosningar 1. júní 2024
Farið var yfir undirbúning fyrir forsetakosningar 1. júní 2024.
Nefndin átti fjarfund með Landskjörstjórn þar sem farið var yfir undirbúning kosninga.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 12:40