Fræðslunefnd fundur nr. 48

15.11.2023 16:30

Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.

Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Halldóra E Jóhannsóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Helga Kolbeinsdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Málefni Álfasteins:
1. Kynning frá Ásgarði um stuðning við gerð innra mats
Til fundarins mættu Kristrún Lind Birgisdóttir og Gunnþór E. Gunnþórsson frá Ásgarði-skólaráðgjöf og kynntu tilboð sem þau hafa gert varðandi stuðning við innra mat hjá Álfasteini.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Ásgarð skólaráðgjöf varðandi stuðning við innra mat hjá Álfasteini.
2. Skýrsla leikskólastjóra
Í skýrslu leikskólastjóra kom m.a. fram að í dag er 61 barn á leikskólanum. Starfsmenn eru 25 í 23 stöðugildum. Þörf fyrir sérkennslu hefur aukist. Starfið gengur vel í góðum húsakynnum.
3. Beiðni starfsfólks um að við leikskólann verði farið í fulla vinnustyttingu
Leikskólastjóri kynnti að starfsfólk hefði kosið í könnun að óska eftir fullri vinnustyttingu. Verið er vinna að tillögum á fyrirkomulagi á aukinni styttingu.
4. Gjaldfrjáls leikskóli 8:00 – 14:00 – ný tilhögun á Akureyri og víðar
Umræður um þær breytingar sem nokkur sveitarfélög hafa farið í varðandi dvalartíma og gjaldskrár leikskóla.

Sameiginleg málefni:
5. Tillaga að gjaldskrám 2024
Lögð var fram tillaga að breytingum á gjaldskrám Álfasteins og Þelamerkurskóla.
Fræðslunefnd samþykkti breytingar á gjaldskrám fyrir sitt leyti.
6. Tillaga að fjárhagsáætlun 2024
Farið var yfir þær tillögur sem fyrir liggja varðandi tillögu að fjárhagsáætlun 2024 vegna Álfasteins og Þelamerkurskóla og varða rekstur, viðhald og fjárfestingar.
Fræðslunefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.

Málefni Þelamerkurskóla:
7. Skýrsla skólastjóra
Í skýrslu skólastjóra kom m.a. fram að nemendur eru nú 100. Starfsmenn eru 26 í 20,9 stöðugildum. Breyting varð á stjórnendateymi frá hausti. Frístund gengur vel og eru það 14 börn sem nýta þjónustuna, en mismikið. Afmæli skólans verður haldið 5. desember n.k.
8. Framkvæmdir, staða mála
Kynntar voru teikningar af endurbótum í heimavistarálmu og farið yfir stöðu framkvæmda.
9. Skólaþjónusta
Skólastjóri fór yfir vinnu við fyrirhugaðar breytingar á skólaþjónustu í landinu. Rædd var staða sveitarfélagsins varðandi aðkeypta skólaþjónustu.


Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:35