Fræðslunefnd fundur nr. 47

05.09.2023 16:30

Þriðjudaginn 5. september 2023 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

Málefni Álfasteins:

1. Skýrsla leikskólastjóra- haustið - fjöldi starfsmanna og barna
Í skýrslu leikskólastjóra kom m.a. fram að haustið fer vel af stað. Starfsmenn eru alls 25 í 23,3 stöðugildum. Börnin eru nú 61. Reikna má með að börnum fjölgi eitthvað til vors. Framkvæmdum er að mestu lokið þó eitthvað eigi eftir að fá lokafrágang.

2. Breytingar á reglum um meðferð umsóknar um leikskóladvöl
Lögð fram tillaga um breytingu á reglum Álfasteins um meðferð umsóknar um leikskóladvöl.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að liður 5.d í reglunum hljóði svo:
Börn starfsfólks sveitarfélagsins, geta færst framar í forgangsröð sé það talið nauðsynlegt til að tryggja starfsemi stofnana þess.

3. Vígsla nýbyggingar, sveitungum boðið í heimsókn
Leikskólastjóri lagði til að vígsla nýbyggingar verði 30. september n.k. og þá verði íbúum Hörgársveitar boðið í heimsókn í leikskólann Álfastein.

4. Starfsáætlun Álfasteins 2023 til 2024
Starfsáætlunin lögð fram til kynningar og umræðu.
Fræðslunefnd samþykkti starfsáætlun Álfasteins 2023 til 2024.

Málefni Þelamerkurskóla:

5. Skýrsla skólastjóra
Í skýrslu skólastjóra kom m.a. fram að starfsmenn eru nú 23 í 19,2 stöðugildum. Eftir er að ráða til að fullmannað verði í stoðþjónustu. Nemendur eru nú 100 en voru 86 þegar skóla lauk í vor. Starfið fer vel af stað í miklum breytingum bæði í nemendahóp og húsnæði. Enn er ítrekað að umferðahraði á þjóðvegi 1 við Þelamerkurskóla verði lækkaður hið fyrsta.

6. Framkvæmdir, staða mála
Skólastjóri kynnti teikningar af nýjum kennslurýmum og öðrum rýmum í heimavistarálmu.

7. Starfsáætlun Þelamerkurskóla 2023-2024
Starfsáætlunin lögð fram til kynningar og umræðu.
Fræðslunefnd samþykkti starfsáætlun Þelamerkurskóla 2023-2024.

8. Skólaakstur og þróun í ört stækkandi samfélagi
Rætt um fyrirkomulag skólaaksturs en talsverðar breytingar hafa orðið í haust með auknum fjölda barna, nýjum verktaka og breytingum á leiðum.

9. Undanþága frá skólaskyldu vegna íþróttaæfinga hjá 1.- 4. bekk
Skólastjóri fór yfir hvernig staðið er að því að veita undanþágur og hvernig það getur fallið að skólaskyldu.

10. Möguleg sameining MA og VMA
Rætt um hvaða áhrif það gæti haft á grunnskólanemendur að framhaldsskólarnir verði sameinaðir.

11. Skoðunarferð um ný rými skólans
Farin var skoðunarferð um skólann og ný og endurnýjuð rými skoðuð.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:10