Fræðslunefnd, fundur 44

13.02.2023 16:15

Fræðslunefnd Hörgársveitar

44. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 13. febrúar 2023 kl.16:15 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.

Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Ásgeir Már Andrésson og Eva María Ólafsdóttir (vm) fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Inga Huld Sigurðardóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla, Inga Bryndís Bjarnadóttir, fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Málefni Álfasteins:

1. Skýrsla leikskólastjóra – hvað er framundan

Í máli leikskólastjóra kom m.a. fram að 25 starfsmenn eru nú starfandi við leikskólann í 22,28 stöðugildum. Börnin eru 70. Frá 1. júní 2022 hafa komið 19 ný börn og 7 nýir starfsmenn hafa komið til starfa frá sama tíma. Þrjár deildir eru núna en verða fjórar í vor við stækkun og þá verður rými fyrir allt að 90 börn í leikskólanum.

2. Fjöldi í árgöngum vor/haust

Lagt fram yfirlit yfir fjölda barna í árgöngum. Áætlaður fjöldi barna í árgangi í haust er frá 11 til 18 og eins og staðan er í dag er áætlað að samtals fjöldi í haust verði 66 börn.

3. Veikindi starfsmanna - hugmyndir að lausnum

Leikskólastjóri skýrði frá því að talsverð mikil veikindi hafa verið hjá starfsmönnum. Sem dæmi eru aðeins 20 vinnudagar frá því 9. ágúst s.l. þar sem enginn starfsmaður var veikur eða með veikt barn. Rætt var m.a. um hvort sveitarfélagið eigi að bjóða uppá flensusprautu fyrir starfsmenn. Einnig rætt hvort sveitarfélagið geti með einhverjum hætti boðið uppá mannauðsráðgjöf sem næði til allra starfsmanna sveitarfélagsins.

Sameiginleg málefni:

4. Skóladagatöl 2023-2024 - fyrstu drög, samræming starfsdaga

Lögð fram fyrstu drög að skóladagatölum 2023-2024. Rætt um og farið yfir samræmingu starfsdaga hjá leik- og grunnskóla. Skóladagatölin verða lögð fram til frekari yfirferðar á næsta fundi.

Málefni Þelamerkurskóla:

5. Skýrsla skólastjóra

Í skýrslu skólastjóra kom fram að starfandi starfsfólk í skólanum er 20. Veikindi starfsmanna hafa aukist í desember og janúar. Foreldrafélagið og foreldrasamfélagið er mjög virkt. Skólastjóri kynnti samstarf samskólanna um ýmsa sameiginlega forvarnarfræðslu.

6. Stækkun skólans, nemendur og húsnæði

Skólastjóri skýrði frá því að í dag væru 80 nemendur í skólanum og að öllu óbreyttu verða þeir 92 í haust. Þar af eru 44 börn í 1. – 4. bekk. Lögð fram áætlun um nemendafjölda næstu árin. Nýbygging tengiálmu verður tekin í notkun í vor og stefnt er að því að fyrsta kennslurými í heimavistarálmu verði tekið í notkun haustið 2024.

7. Útiskólasvæðið - vistheimtarverkefni

Skólastjóri kynnti starfsemina á útiskólasvæðinu og vistheimtarverkefni sem er í gangi í malarnámunum á Laugalandi.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:30