Fjallskilanefnd fundur nr. 36

08.01.2024 20:00

Mánudaginn 8. janúar 2024 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Arnar Ingi Tryggvason formaður, Jónas Þór Jónasson varaformaður, Agnar Þór Magnússon, Davíð Jónsson og Egill Már Þórsson nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmd gangna 2023
Rætt um framkvæmd gangna á ákveðnum svæðum. Ákveðið var að halda fund með fjallskilanefndinni á Árskógsströnd.

2. Lausaganga sauðfjár (skógræktir)
Rætt um lausagöngu sauðfjár og meðal annars samskipti sauðfjárbænda og skógræktarbænda í sveitarfélaginu. Ákveðið að afla gagna og stefnt verði að fundi með aðilum þar sem þessi mál verði rædd.

3. Fjallsgirðingar og varsla í heimalöndum
Ákveðið að skoða með hvaða hætti er hægt að koma á markvissara skipulagi með viðhaldi fjallsgirðinga og girðingum á heimalandi til að takmarka ágang búfjár.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:20