Fjallskilanefnd, fundur nr. 30

10.08.2021 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

30. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jónas Þór Jónasson formaður, Jósavin Gunnarsson, Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Davíð Jónsson, og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Álagning gangnadagsverka

Lögð fram drög að álagningu fjallskila haustið 2021. Nefndin fór yfir drögin og gerði á þeim breytingar. Heildarfjöldi gangnadagsverka er 388. Samkvæmt síðustu forðagæsluskýrslu er alls um að ræða 7.137 kindur, sem er fækkun um 332 frá fyrra ári. Af þeim voru 340 kindur innan girðingar í sumar, þannig að til álagningar vegna fjallskilanna koma 6.797 kindur.  Meðaltalsfjöldi kinda í dagsverki er því 17,51.

Fjallskilanefnd samþykkti framlögð drög að álagningu fjallskila haustið 2021, með þeim breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum.

Fjallskilanefnd samþykkti að á gangaseðli komi fram að ef um gangnarof verði að ræða þá verði sektum beitt.

2. Tímasetning gangna haustið 2021

Rætt um tímasetningu gangna.  Tímasetning gangna var samþykkt á fundi nefndarinnar þann 28. apríl 2021.  Frávik frá þeim dagsetningum koma fram á gangnaseðlum.

3. Undanþágur frá fjallskilum

Fram kom að borist hefðu beiðnir frá jörðunum Bitru, Dagverðareyri 2, Gásum, Hlöðum, Hvammi, Efsta-Samtúni, Steinkoti, og Ytra-Brekkukoti um að vera undanþegnar fjallskilum í haust, enda hafi fé þaðan verið í fjárheldum girðingum sumarlangt. Samtals er um að ræða 340 kindur.

Fjallskilanefnd samþykkti að kannað verði hvort um fjárheldar girðingar á heimahólfum er að ræða og er undanþága skilyrt við að svo sé.

4. Viðhald fjárrétta

Rætt um stöðu mála varðandi ásigkomulag og viðhald fjárrétta.

5. Önnur mál er varðar fjallskil og gangnamál

Ákveðið að senda Akrahreppi erindi með tillögum nefndarinnar um samstarf við smölun á Hörgárdalsheiði og í Öxnadal.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl.  22:37