Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 17

27.08.2002 20:00

Þriðjudaginn 27. ágúst 2002 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Tilefni fundarins var að ganga frá ráðningarsamningi við nýráðinn sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.

 

Mættir voru: Ármanna Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson. Ásrún Árnadóttir varamaður oddvita Helga Steinssonar sat fundinn þar sem hún var fulltrúi oddvita í viðræðuferlinu.

Ráðningarsamningur milli Hörgárbyggðar og nýráðins sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur var kynntur og tjáði Helga sig um að hún væri sátt við samninginn. Helga vék síðan af fundi og gekk sveitarstjórn Hörgárbyggðar til atkvæða um samninginn. Atkvæði féllu þannig að sex sögðu já og einn sat hjá. Oddviti greiddi ekki atkvæði þar sem varamaður hans, Ásrún Árnadóttir, fór með hans atkvæði. Oddvita var falið að skrifa undir ráðningarsamninginn f.h. Hörgárbyggðar. Sveitarstjóri mun hefja störf ekki síðar en 1. nóvember 2002.

 

Fundir var síðan frestað á meðan skrifað var undir ráðningarsamninginn á milli aðila. Fjölmiðlar voru mættir og tóku myndir og viðtöl við nýja sveitarstjórann. Síðan var boðið upp á kaffi og snittur. Síðan voru væntanlegar vistarverur sveitarstjórnarskrifstofu skoðaðar á fyrrverandi kvennavist Þelamerkurskóla.

 

Fundi síðan framhaldið. Sveitarstjórn samþykkti að greiða 5% af þingfararkaupi ásamt akstri til sveitarstjórnarmanna vegna vinnu við ráðningu sveitarstjórans.

 

Vegna breytna á húsnæði því sem skrifstofa sveitarfélagsins verður í þarf að tal við hönnuð hússins Geirharð Þorsteinsson og fá leyfi til nauðsynlegra breytinga. Fá byggingafulltrúa Jósavin Gunnarsson til að skoða húsnæðið vegna breytinganna og koma með tillögur. Reyna að semja við Ævar Ámannsson hjá VST til að gera einhverja teikningu sem hægt er að leggja fyrir septemberfund byggingarnefndar. Oddvita falið að vinna að undirbúningi alls þessa.

 

Framkvæmdanefnd falið að fara á fund Vegagerðar ríkisins og fá svör við því hvað þeir ætla að gera varðandi malarvegi í sveitarfélaginu og þá sérstaklega veginn á Skottinu sem er alveg að hverfa vegna umferðarþunga.

Oddvita fali að segja bókhaldara Hörgárbyggðar, Sigfúsi Karlssyni upp störfum ásamt bókhaldi fyrir Þelamerkurskóla og íþróttahúss, í samráði við oddvita Arnarneshrepps. Ganga þarf síðan frá samkomulagi við sveitarstjórn Arnarneshrepps vegna bókhalds skólans og íþróttahússins en allt bókhald sveitarfélagsins verður fært hjá sveitarstjóra.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22.00.

 

Birna Jóhannesdóttir, fundarritari