Stjórn Íþróttamiðstöðvar á Þelamörk, fundur nr. 1 - 2005

03.02.2005 15:10

Fimmtudaginn 3. febrúar 2005, stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í íþróttahúsinu. Mætt voru:  Ármann Búason, Helgi Jóhannsson, Helgi Steinsson og  Hjördís Sigursteinsdóttir.  Auk þess komu bókhaldarar íþróttamiðstöðvarinnar Helga Erlingsdóttir og Ásgeir Már Hauksson.  Hjördís Sigursteinsdóttir ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:10.

 

Fyrir var tekið:

  

  1. Aðalbók Íþróttamiðstöðvarinnar.

Helga Erlingsdóttir lagði fram aðalbók vegna ársins  2004 fyrir Íþróttamiðstöðina.  Ásgeir benti þó á að það ætti eftir að færa hluta af bókhaldinu.  Helstu niðurstöður eru þær að innkoman er um 16,3 milljónir og gjaldafærslur um 17,5 milljónir.  Útistandandi skuldir eru kr. 1.270.000.  Sveitarfélögin lögðu fram kr. 1.495.215 á árinu.  

Skoða þarf stöðuna nánar þegar búið er að færa allt bókhald.

 

2.      Fjárhagsáætlun 2005.
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var lögð fram. 

Eftirfarandi samþykktir voru gerðar:

·        Verðskrá árið 2005

Fullorðnir í sund kr. 300

Börn í sund kr. 150

Salur óbreyttur

·        Laun:

Skoða þarf betur laun starfsmanna gagnvart starfsmati, sérstaklega sumarafleysingarfólks.  Helgu og Ásgeiri falið að kanna það nánar.

Stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar þykir eðlilegt að fastur starfsmaður á skólatíma fái ekki lægri laun en skólaliðar þar sem um nokkuð sambærileg störf sé að ræða.  Samþykkt að fá Einingu-Iðju til að móta í samráði við Helga forstöðumann vaktaplan fyrir næsta sumar.

           

Óskalisti:  Helgi lagði fram eftirfarandi óskalista þar sem áhersla var lögð á fyrstu 2 liði.

Laga „Sveppinn“.  Þarf að steypa undir hann.  Helga falið að fá tilboð í verkið.

2 nýjar dælur (ca. 100 þús)

Gufubað:  breyta því og endurnýja.

Endurnýja heitapotta (fá stærri pott)

 

Helgu og Ásgeiri var falið að vinna áætlunina áfram og leggja fram á næsta fundi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  16:10