Atvinnu- og menningarnefnd fundur nr. 28

14.11.2023 20:00

Fundargerð

Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn voru, Eva Hilmarsdóttir formaður, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir varaformaður, Vignir Sigurðsson, Jónas Þór Jónasson og Jóhanna María Oddsdóttir fulltrúar í nefndinni, Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri og Kolbrún Lind Malmquist starfsmaður nefndarinnar sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun
Kynntar voru tillögur að fjárhagsáætlun 2024 er varða þá málaflokka sem undir nefndina heyra.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti fjárhagsáætlun rekstrar fyrir sitt leyti. Tillaga um geymslur við íþróttamiðstöð verði skoðuð betur með tilliti til stærðar.

2. Gjaldskrár
Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrám er varða málaflokka nefndarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2024 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.200,- og kr. 300,- fyrir börn. Aðrar hækkanir á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði um 4,9% milli áranna 2023 og 2024.
Þá samþykkti atvinnu- og menningarnefnd að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2024 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á lýðheilsustyrk í formi árskorts í sund í Jónasarlaug án greiðslu.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna frá fimm ára aldursári til og með sautjánda aldursárs í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 50.000,- fyrir árið 2024.

3. Samningur við UMF Smárann
Farið var yfir drög að samningi við Ungmennafélagið Smárann.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur eins og hann liggur fyrir.

4. Sæludagur í sveitinni og Fjölskylduhátíð á Hjalteyri
Uppgjör viðburða kynnt.

5. Erindi frá Félagi eldri borgara í Hörgársveit
Lagt fram erindi frá nýstofnuðu Félagi eldri borgara í Hörgársveit þar sem óskað eftir stofnstyrk fyrir félagið að upphæð kr. 330.000,- og samstarfi við sveitarfélagið um nýtingu á húsnæði og aðkomu starfsmanns við rekstur félagsins.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Fundi slitið kl. 22:05