Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 13

05.04.2018 17:00

Fimmtudaginn 5. apríl 2018 kl. 17:00 kom atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Þórður R Þórðarson og Jónas Ragnarsson (vm) í atvinnu- og menningarmálanefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

1.        Samningar við menningarfélög

Lagt fram yfirlit yfir stöðu mála varðandi samninga við menningarfélög sem styrkt hafa verið af Hörgársveit. Farið yfir málið og stöðu samninga.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að fresta gerð samninga þar til í upphafi nýs kjörtímabils.

2.        Málefni Gásakaupstaðar ses

Formaður skýrði frá aðalfundi Gásakaupstaðar ses. sem haldinn var í dag.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að fresta því til upphafs nýs kjörtímabils að taka ákvörðun um aðkomu Hörgársveitar að framtíðarrekstri Gásakaupstaðar ses.

3.        Erindi frá Verksmiðjunni Hjalteyri

Lagt var fram erindi frá Gústaf Geir Bollasyni f.h. Verksmiðjunnar á Hjalteyri varðandi starfsemina og ósk um áframhaldandi samning við sveitarfélagið um fjárhagslegan stuðning.

Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar erindið en samþykkti að fresta því til upphafs nýs kjörtímabils að taka ákvörðun um hvernig áframhaldandi samningi við Verksmiðjuna á Hjalteyri verði háttað.

4.        Erindi frá Kvenfélagi Hörgdæla

Lagt fram erindi frá Kvenfélagi Hörgdæla vegna 100 ára afmælis félagsins þann 7. júlí n.k.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Kvenfélagi Hörgdæla verði gefnar 100.000,- kr. í tilefni af afmælinu.

5.        Erindi frá kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar

Lagt fram erindi frá kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar þar sem óskað er eftir fjárstuðningi í tilefni af tónleikum félagsins þann 7. maí n.k.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að kórinn verði styrktur um kr.100.000,- vegna tónleikanna.

6.        Erindi frá Áka Jónssyni varðandi Hjalteyrarblues

Lagt fram erindi frá Áka Jónssyni þar sem lýst er yfir áhuga á að koma á blueshátíð á Hjalteyri á þessu ári.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að kannað verði með að tengja slíkan viðburð við Hjalteyrarhátíð og sæludaginn.

7.        Sæludagurinn

Umræða um sæludaginn 2018 sem verður þann 4. ágúst og er undirbúningur hafinn. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir verður verkefnastjóri eins og á síðasta ári.

8.        Þorrablótsefni

Rætt um að safna saman efni frá þorrablótum á einn stað til varðveislu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:35