Atvinnu- og menningarnefnd fundur nr. 25

20.02.2023 16:15

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

25. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 20. febrúar 2023 kl.16:15 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn voru, Eva Hilmarsdóttir formaður, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir varaformaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Vignir Sigurðsson, og Jónas Þór Jónasson fulltrúar í nefndinni, Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri og Kolbrún Lind Malmquist starfsmaður nefndarinnar sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindi frá foreldrafélagi Þelamerkurskóla

Foreldrafélagið óskar eftir að fá veittan styrk fyrir nemendur í 7.-10. bekk ásamt þremur fylgdaraðilum til þess að fara á menningarviðburðinn Footloose sem Menntaskólinn á Akureyri frumsýnir þann 3. mars. Áætlaður kostnaður er 128.000kr.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði fullur styrkur fyrir miðakaupum af liðnum styrkir til menningarmála.

2. Sæludagur í sveitinni

Sæludagur í sveitinni hefur verið haldinn reglulega í sveitarfélaginu um verslunarmannahelgina, endurskoðun á dagsetningu og fyrirkomulagi.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir að funda með Hollvinafélagi Hjalteyrar áður en ákvörðun verður tekin um dagsetningu.

3. Menningarstefna Hörgársveitar

Lögð fram drög að Menningarstefnu Hörgársveitar 2023-2033.

Stefnt að því að ljúka afgreiðslu stefnunnar fyrir vorið.

4. Áfangastaðaáætlun

Kynntir þeir staðir í Hörgársveit sem fóru inná Áfangastaðaáætlun Norðurlands haustið 2022.

5. Atvinnumál í sveitarfélaginu

Lagt fram yfirlit yfir vinnuafl og skráningu atvinnulausra í sveitarfélaginu.

10 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu í desember 2022. Vinnuafl er 412 einstaklingar og hefur þeim fjölgað um 50 frá desember 2021. Atvinnuleysi er því 2,4% í desember samanborið við 3,2% í sama mánuði 2021.

6. Önnur mál

Umræður um hvernig er hægt að auka aðsókn í íþróttamiðstöðina á Þelamörk, bæði sundlaug og sali.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:27.