Fræðslunefnd, fundur nr. 1

24.08.2010 18:00

Þriðjudaginn 24. ágúst 2010 kl. 18:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.

 

Sveitarstjórn kaus á fundi sínum 30. júní 2010 eftirtalda í fræðslunefnd á yfirstandandi kjörtímabili:

Axel Grettisson, formaður, Garðar Lárusson, Líney Diðriksdóttir, Stefanía Steinsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

 

Fundarmenn voru ofantaldir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra:

Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri

Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri

Helga Jónsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Erindisbréf nefndarinnar, umræða

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir nefndina. Þau hafa verið lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu og gert er ráð fyrir að þau verði lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Umræður urðu um nokkur atriði draganna.

 

2. Þelamerkurskóli, skóladagatal

Lögð fram drög að skóladagatali Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2010-2011.

Að loknum umræðum um drögin samþykkti fræðslunefndin skóladagatalið eins og það var lagt fram.

 

3. Álfasteinn, skóladagatal

Lagt fram skóladagatal Álfasteins fyrir skólaárið 2010-2011.

Umræður urðu um skóladagatalið. Meginefni umræðnanna var samræming skólastarfsins í grunnskólanum og leikskólanum. Fundarmenn voru sammála um að rétt sé að samræma skólastarf beggja skólastiganna eftir því sem hægt er.

 

4. Þelamerkurskóli, staða í upphafi skólaárs

Gerð var grein fyrir eftirtöldum atriðum í upphafi skólaársins:

a.      Nemendafjöldi er 89 í 5 námshópum

b.      Starfsmenn eru alls 20 í 18 stöðugildum. Svonefndir kennaratímar eru alls 306.

c.      Viðhald og breytingar á húsnæði og búnaði

d.      Lýðræðisverkefnið “Virkni og þátttaka”, kennsluaðferð í læsi fyrir 1.-4. bekk (byrjandalæsi), málefni útiskólans og grænfánastarfið.

 

5. Þelamerkurskóli, námsferð til Kanada

Gerð var grein fyrir ósk starfsmanna Þelamerkurskóla um leyfi til að nýta húsnæði skólans til fjáröflunar vegna námsferðar sem áformað er að fara á Íslendingaslóðir í Kanada vorið 2011.

Erindið var samþykkt.

 

6. Þelamerkurskóli, tölvukaup

Gerð var grein fyrir stöðu tölvumála í Þelamerkurskóla. Lagt er til að fest verði kaup á 10 tölvum, áætlaður kostnaður er 1 millj. kr.

Fræðslunefndin samþykkti að óska eftir við sveitarstjórn að erindið verði tekið fyrir við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.

 

7. Þelamerkurskóli, gjaldskrá mötuneytis

Umræður urðu um gjaldská mötuneytis, fyrst og fremst um hvort taka beri upp systkinaafslátt í mötuneyti skólans.

Fræðslunefndin samþykkti að teknar verði saman upplýsingar um málið til að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

8. Álfasteinn, afleysingar

Lögð fram beiðni um að fastráðinn verði starfsmaður sem sinni afleysingum í leikskólanum í 56% starfi. Beiðninni fylgdi greinargerð um málið. Sveitarstjórn vísaði á fundi sínum 30. júní 2010 erindi um starfsmannamál leikskólans (sbr. 22. lið) til fræðslunefndar og er það tekið fyrir undir þessum lið.

Fræðslunefndin samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði starfsmaður í 56% starf við leikskólann, sem komi a.m.k. að mestu leyti í stað tilfallandi afleysinga.

 

9.  Álfasteinn, skýrsla um námsferð til London

Lögð fram til kynningar skýrsla um námsferð starfsmanna leikskólans til London, sem farin var 27.-30. maí 2010.

 

10.  Álfasteinn, umsókn um vottun sem heilsuleikskóli

Lögð fram eftirtalin gögn varðandi heilsuleikskóla:

a.      Bréf leikskólastjóra

b.      “Heilsustefna”, viðmið heilsuleikskóla

c.      Eyðublað fyrir umsókn um vottunina

Að loknum umræðum um málið var ákveðið að óska eftir áliti foreldrafélags leikskólans á því og fresta afgreiðslu þess þangað álitið liggur fyrir.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 20:45.