Félagsmála- og jafnréttisnefnd, fundur nr. 15

25.11.2019 15:30

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar

15. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 15:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Andrea R. Keel formaður, Kristbjörg María Bjarnadóttir og Ásgeir Már Andrésson (vm) í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 Þetta gerðist:

 1. Fjárhagsáætlun 2020

Lögð fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2020 fyrir málaflokk 02 félagsþjónusta.

Félags- og jafnréttisnefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.

 2. Leiguhúsnæði

Kynnt viljayfirlýsing sem undirrituð hefur verið af félags- og barnamálaráðherra og sveitarstjóra varðandi hugmyndir um að breyta húsnæði heimavistar við Þelamerkurskóla í leiguíbúðir.

Félags- og jafnréttisnefnd lýsti ánægju sinni með verkefnið og væntir þess að það fái góðar undirtektir og verði að veruleika sem fyrst.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:17