Umhverfisátak

Í sumar verður umhverfisátak í Hörgárbyggð. Upphaflega stóð til að gera hreinsunarátak í sveitarfélaginu en það hefur verið útvíkkað í "umhverfisátak". Sem dæmi um verkefni í átakinu má nefna söfnun á ónýtum hjólbörðum, gáma fyrir járnadrasl og timbur, uppsetningu á hreinsunarbúnaði fyrir seyruvatn og rotþróatæmingu í stórum hluta sveitarfélagsins. Fleiri atriði eru á döfinni sem sagt verður frá síðar.

Svo eru bæði leikskóli og grunnskóli að vinna að því að fá svokallaðan Grænfána sem er vottun um góða frammistöðu í umhverfismálum.

Þá verður efnt til viðurkenninga fyrir góða umgengni og snyrtimennsku. Óskað verður eftir tilnefningum, uppástungum eða ábendingum um jarðir, lóðir og lönd sem eru til fyrirmyndar í umgengni. Þær eiga að berast til nefndarmanna í skipulags- og umhverfisnefnd eða á skrifstofu sveitarfélagsins.