Nýársbrennu frestað um viku

Nýársbrennu Umf. Smárans, sem vera átti föstudagskvöldið 7. janúar, hefur verið frestað um eina viku. Hún verður sem sé föstudaginn 14. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Aðkeyrsla er á milli Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði í krúsunum. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Muna eftir flugeldum og blysum. Skyldu einhverjar furðuverur mæta á svæðið? Kaffisala nemenda Þelamerkurskóla verður skólanum eftir brennuna og þá veðrur einnig spilað BINGÓ.