Nýársbrenna

Nýársbrenna Umf. Smárans verður haldin föstudagskvöldið 8. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Kveikt verður í bálkestinum kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Munið eftir flugeldum og blysum. Aðkeyrsla að brennunni frá þjóðvegi er á milli Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði eru í krúsunum. Skyldu einhverjar furðuverur mæta á svæðið? Kaffisala nemenda Þelamerkurskóla verður í skólanum eftir brennuna og einnig verður spilað bingó.