Fundargerð - 17. desember 2009

Fimmtudaginn 17. desember 2009, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir.

Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.

Fundurinn hófst kl. 20:10.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Fundargerð frá 3. fundi samstarfsnefndar frá 14. des. sl.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

 

2. Fundargerð frá HNE, 123. Fundur frá 7. des. sl.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Útsvarspróenta og álagning fasteignagjalda vegna ársins 2010

Samþykkt að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2010 hækki úr 13,00 í 13,28 %

Önnur gjöld verða eftirfarandi fyrir árið 2010:

Fasteignaskattur a) 0,40%

Fasteignaskattur b) 1,32%

Fasteignaskattur c) 1,50%

Sorpgjald á heimili kr. 11.000

Sorpgjald búrekstur kr. 13.000

Sorpgjald búrekstur án vsk. númer kr. 6.500

Sorpgjald á sumarbústaði kr. 4.500

Holræsagjald - Hjalteyri kr. 10.000

Holræsagjald (rotþró) - Lögbýli kr. 10.000

Holræsagjald (rotþró)– sumarbústaðir kr. 5.000

Vatnsgjald kr. 7.500

Vatnsgjald – sumarbústaðir kr. 3.500

Fyrirtæki verða rukkuð eftir gjaldská flokkunar fyrir árið 2010.

Samþykkt er að afsláttarkjör vegna fasteignagjalda til tekjulítilla örorku-og ellilífeyrisþega verði þau sömu og fyrir árið 2009. Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur. 235

Einstaklingar:

100% 0.- til 1.800.000.-

75% 1.800.001.- til 1.962.000.-

50% 1.962.001.- til 2.150.000.-

25% 2.150.001.- til 2.350.000.-

Hjón og samskattað sambýlisfólk:

100% 0.- til 3.060.000.-

75% 3.060.001.- til 3.335.000.-

50% 3.335.001.- til 3.655.000.-

25% 3.655.001.- til 3.995.000.-

 

4. Fjárhagsáætlun Arnarneshrepps fyrir árið 2010 – síðari umræða

Fjárhagsáætlun vegna ársins 2010 lögð fram til síðari umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur Arnarneshrepps verði 93.200 þús og rekstarafgangur ársins verði 1.866 þús.

Fjárhagsáætlunin rædd og að lokum samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 22:00