Bægisárkirkja 150 ára

Bægisárkirkja í Hörgárdal verður 150 ára í ár.  Haldið verður upp á afmælið sunnudaginn 2. nóvember með messu í kirkjunni
kl. 14:00.  Í messunni mun kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiða almennan safnaðarsöng og syngja Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré.
Eftir messuna verður afmæliskaffi á Melum.  Þar verður m.a. myndasýning sem fermingarbörnin hafa unnið upp úr gömlum myndum úr kirkjunni undir handleiðslu skólastjóra Þelamerkurskóla, Ingileifar Ástvaldsdóttur, og sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, mun rekja sögu kirkjunnar og segja frá ýmsum merkisklerkum sem þjónuðu á Bægisá.
Allir eru hjartanlega velkomnir í messuna og afmæliskaffið á Melum.