Ungmennaráð fundur nr. 4
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 kl. 17:00 kom Ungmennaráð Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu Hörgársveitar.
Fundarmenn voru, Hjördís Emma Arnarsdóttir, Ylva Sól Agnarsdóttir, Jósef Orri Axelsson, Anna Lovísa Arnarsdóttir, Lárus Sólon Biering Ottósson og Kolbrún Lind Malmquist starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fræðsla um stjórnsýsluna
Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri Hörgársveitar kom með kynningu um sveitarfélagið og fræðslu um stjórnsýsluna, hvað heyrir þar undir og hvert hlutverk stjórnsýslunnar er.
2. Kynning á reglum og skipan til ungmennaráða
Starfsmaður ungmennaráðs fór yfir reglur ungmennaráðs og hvert hlutverk nefndarmanna er.
3. Fundarstjórn og fundarsköp
Starfsmaður ungmennaráðs fór yfir skipulag á fundum, fundarstjórn og fundarsköp.
4. Fundatímar
Nefndin ákvað að fundir yrðu haldnir á um 3 mánaða fresti í janúar, apríl, ágúst og nóvember annan þriðjudag hvers mánaðar klukkan 17.00 eða þegar erindi berast nefndinni.
5. Önnur mál
Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn að það verði gerður góður körfuboltavöllur á leiksvæði skólans með mjúku undirlagi og fleiri körfum. Bæta þarf úr loftræstingu í nýrri álmu skólabyggingarinnar. Nefndin leggur einnig til að félagsmiðstöðin skipti um nafn og hljóti nafnið Dranginn með tengingu til eins aðal kennileitis sveitarfélagsins.
Fundi slitið kl. 17:40